30.09.2013
Októberfréttabréfið er komið á vefinn og
má nálgast það hér...
Lesa meira
29.09.2013
Nemendum í 6. bekkjum bæjarins var á dögunum boðið í menningarhúsið Hof til að kynna sér starfsemina og þau ýmsu undur sem
húsið hefur að geyma. Þar fengu nemendur að fara um allt húsið þar sem almenningur stígur sjaldnast fæti svo sem bakvið og undir
sviðið, "upp í brú", þau fengu að kynnast því hvers ljósa- og hljóðkerfi hússins er megnugt, sáu dæmi um hvað
hægt er að gera með förðun o.s.frv.
Lesa meira
02.10.2013
Miðvikudaginn 2. október kl. 17-19 verður "búningaball" í
skólanum fyrir 1.-4. bekk. Aðgangseyrir er 500 kr., popp er innifalið í þeirri upphæð en svo verður sjoppan opin.. Það er 10.
bekkur sem heldur ballið og ágóði rennur í ferðasjóð.
Lesa meira
24.09.2013
Í síðustu viku var Evrópsk samgönguvika og í tilefni af henni ákváðum við að gera könnun meðal nemenda og athuga hvernig
þeir ferðast í skólann. Jafnframt var að sjálfsögðu hvatt til að sem flestir kæmu gangandi eða hjólandi.
Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir og eru eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Það er ljóst að
æskilegt væri að mun fleiri kæmu gangandi í skólann en segja má að nemendur í 4.-5. bekk séu sigurvegarar átaksins en þar
kemur stærsta hlutfall nemendahópsins í skólann með eigin afli.
Lesa meira
19.09.2013
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla verður
haldinn í sal skólans kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 19. september.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, kynning á Mentor og auk þess kemur ungur maður að nafni Kristján Guðmundsson með
fyrirlesturinn "Gefst aldrei upp". Kristján lenti í alvarlegu vinnuslysi og segir okkur frá því hvernig hann tókst á við þá
lífsreynslu. Hann kemur aftur í skólann með sama fyrirlestur fyrir nemendur á næstu dögum.
Ætlast er til að a.m.k. einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á fundinn!
Kaffi og kleinur í boði :)
Stjórn Foreldrafélagsins
Lesa meira
11.09.2013
Vikuna 16.-20. september ætlum við að hafa sérstaka skráningu
á því hvernig nemendur koma í skólann, þ.e. hvort þeir koma gangandi, hjólandi, með strætó eða með bíl.
Tilgangur þessa er að hvetja til hreyfingar og jafnframt að auka öryggi umferðar við skólann. Svo er að sjá hvaða hópur innan
skólans er heilsusamlegastur að þessu leyti.....
Lesa meira
08.09.2013
Nú hafa nemendur kosið fulltrúa sína í nemendaráð vetrarins. Það er þannig skipað:
Brynjar Helgason 10. bekk – formaður, Eva María Sævarsdóttir 10. bekk – varaformaður, Sylvía Sól Guðmundsdóttir 9. bekk, Freyr
Jónsson 8. bekk, Róbert Valur Reynisson 7. bekk, Sunneva Kristjánsdóttir 6. bekk, Aron Vikar Pétursson 5. bekk og Aron Ísak Hjálmarsson 4. bekk.
Varamenn í nemendaráði eru: Júlíus Fannar Thorarenson 10. bekk, Helena Hrund Vignisdóttir 9. bekk, Birgir Freyr Magnason 8. bekk, Brynjólfur
Skúlason 7. bekk, Haraldur Bolli Heimisson 6. bekk, Aþena Arnarsdóttir 5. bekk og Ríkey Guðjónsdóttir 4. bekk.
Lesa meira
05.09.2013
Vikuna 9.-13. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum í
Naustaskóla. Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum auk þess sem tækifæri gefast til umræðna
og fyrirspurna. Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk
fá að sofa örlítið lengur þann 12. sept. og mæta þá kl. 9:15.
Fundirnir verða sem hér segir:
2.-3. bekkur föstudaginn 13. september kl. 8:10-9:10
4.-5. bekkur miðvikudaginn 11. september kl. 8:10-9:10
6.-7. bekkur mánudaginn 9. september kl. 8:10-9:10
8.-10. bekkur fimmtudaginn 12. september kl. 8:10-9:10
Áður en morgunfundirnir hefjast, kl. 7:45-8:10 þessa daga, munu nemendur í 10. bekk selja rúnstykki, kaffi og kókómjólk. Það er
því um að gera fyrir nemendur og foreldra að taka daginn snemma og mæta saman í skólann, fá sér rúnstykki eða jafnvel hafragraut
áður en haldið er til fundar og náms. Rúnstykki kostar 200 kr. og rúnstykki + kókómjólk 300 kr. Ekki er hægt að
greiða með kortum.
Rétt er að minna foreldra á að bílastæði við skólann eru mjög af skornum skammti þannig að það er nauðsynlegt að
allir sem það mögulega geta komi gangandi...!!
Lesa meira
06.09.2013
Nú leikur veðrið við okkur og við
stefnum því ótrauð að útivistardegi á morgun, föstudaginn 6. september.
Nemendur hafa valið sér ýmis viðfangsefni og með því að smella á hnappinn hér á eftir má nálgast nánari
upplýsingar um daginn..
Lesa meira
02.09.2013
Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst
föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin
valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin
að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem
valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum
til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda
lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan
seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið. Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is
Lesa meira