Fréttir

Páskafrí

Kennsla að loknu páskafríi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Vonandi hafa það allir ljómandi gott í páskafríinu og mæta sprækir til starfa að nýju... :)   Gleðilega páska!
Lesa meira

Aðalnámskrá fyrir greinasvið grunnskóla

Seinni hluti aðalnámskrár grunnskóla fyrir einstök greinasvið hefur verið birtur sem rafræn útgáfa á vefsíðu menntamálaráðuneytisins. Honum er bætt aftan við almenna hluta námskrárinnar sem heitir nú: Aðalnámskrá grunnskóla almennur hluti 2011 og greinasvið 2013. Lögformleg útgáfa verður birt í stjórnartíðindum fljótlega. Útgáfa aðalnámskrár fyrir greinasvið grunnskóla er lokaáfangi í heildarendurskoðun á aðalnámskrám fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem hófst í kjölfar heildarendurskoðunar laga fyrir þessi skólastig.  Hér má nálgast aðalnámskrána....
Lesa meira

Alþjóðlegi hamingjudagurinn !

Þann 20. mars er haldið upp á Alþjóðlega hamingjudaginn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Vakin er athygli á því að í tilefni dagsins hefur embætti landlæknis gefið út „Fimm leiðir að vellíðan“ sem fela í sér einföld skref fyrir unga sem aldna til að auka hamingju og bæta líðan. Þessar fimm leiðir eru eftirtaldar: Skapaðu tengsl Hreyfðu þig Taktu eftir Haltu áfram að læra Gefðu af þér Veggspjald með nánari upplýsingum um þessar ágætu vörður á leiðinni til hamingjunnar má nálgast hér...
Lesa meira

Legó - hátíð!!

Laugardaginn 16. mars kl. 14:00-16:00 verður Legó-hátíð í Naustaskóla til fjáröflunar Lego-liði skólans, en eins og kunnugt er heldur liðið til keppni í Þýskalandi þann 6. maí nk. og stendur því fyrir fjáröflun þessa dagana. Aðgangseyrir verður 500 kr. og verður boðið upp á vöfflur, kaffi/djús, tónlist, vélmennasýningu og leiksvæði fyrir börnin.  Einnig verður happdrætti þar sem gestir geta unnið gjafabréf og varning frá ýmsum fyrirtækjum bæjarins.  Er þar um að ræða ýmsa góða vinninga og kostar miðinn í happdrættinu 500 kr.  Allir velkomnir!!
Lesa meira

Útivistardagurinn 2013

Í dag var farið upp í Hliðarfjall í flottu veðri og í góðri færð. Krakkarnir renndu sér á skíðum, snjóbrettum eða á snjóþotum. Mikil gleði og kátina skein á andlitum barnanna og starfsfólks og var dagurinn hinn skemmtilegasti. Hérna eru nokkrar myndir frá deginum :)
Lesa meira

Útivistardagur

Miðvikudaginn 13. mars 2013 er áætlað að nemendur Naustaskóla fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum  verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl. 8:10 Farið verður frá skólanum sem hér segir:  4.-10. bekkur kl. 08:20   en  1.-3. bekkur kl. 09:00 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:20  en   4.-10. bekkur kl. 12:00 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju en eftir það fara nemendur heim eða í Frístund, nema að kennsla verður í valgreinum í 8.-10. bekk.  Nemendur í 3.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-2. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða. Útbúnaður: Skíði, bretti, snjóþotur, þoturassar, svartir plastpokar og sleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru nauðsynlegir! (Bent er á að hægt er að nota reiðhjólahjálma) Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Sjoppa er ekki opin.  Nemendur fá afhent lyftukort þegar þeir mæta á svæðið. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa foreldrar að hafa óskað eftir því við umsjónarkennara eða ritara skólans. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf lánsbúnaði eða semja um leigu á honum.    Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.   Útivistardagurinn er með öllu gjaldfrjáls fyrir nemendur. Starfsfólk Naustaskóla
Lesa meira

Fréttabréf marsmánaðar

Fréttabréfið og matseðilinn fyrir marsmánuð má nú nálgast hér...
Lesa meira

Árshátíð 2013

Árshátíð Naustaskóla 2013 verður fimmtudaginn 7. mars.  Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl. 19:00.  Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 800 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri og að þriggja ára aldri 500 kr. - frítt fyrir tveggja ára og yngri. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...  Nemendur þurfa að mæta til sinna kennara 30 mínútum áður en sýning þeirra hefst. 10. bekkur mun hafa opna sjoppu á árshátíðinni og meðal annars verða seldir kókosbollupakkar á 1000 kr.  Þá verður tekið á móti pöntunum á ís sem keyrður verður út fyrir páskana til áhugasamra...Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

27. febrúar var hin árlega upplestrarhátíð 7. bekkjar í Naustaskóla, en hátíðin er hluti af Stóru upplestrarkeppninni sem hófst á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur með lokahátíð í Menntaskólanum þann 6. mars, þegar fulltrúar 7. bekkja úr öllum skólum Akureyrar reyna með sér í upplestri og framsögn.  Á hátíðinni okkar lásu nemendur upp sögu og ljóð og stóðu sig allir með stakri prýði.  Það voru svo þær Halldóra Snorradóttir og Kolfreyja Sól Bogadóttir sem voru valdar sem fulltrúar Naustaskóla, en Katrín Línberg Guðnadóttir til vara. 
Lesa meira

Foreldraverðlaun Heimila og skóla

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimila og skóla fyrir árið 2013. Skólafólk og foreldrar sem vita um metnaðarfullt foreldrastarf sem eflt hefur samstarf foreldra, nemenda og skólafólks og stuðlað að jákvæðum samskiptum heimilis og skóla eru hvött til að láta vita af því. Hægt er að tilnefna verkefni hér: http://www.heimiliogskoli.is/2013/02/foreldraverdlaunin-2013/
Lesa meira