Fréttir

Búkolla - tónlistarmyndband frá 2.-3. bekk

Krakkarnir úr 2.-3. bekk sem voru í tónmennt á síðasta smiðjutímabili bjuggu til skemmtilegt tónlistarmyndband við lagið um hana Búkollu.  Smellið hér til að sjá og heyra...!
Lesa meira

Félagsmiðstöðin

Við minnum á að hér á heimasíðu skólans má finna yfirlit yfir dagskrá félagsmiðstöðvarinnar hjá okkur. Síða félagsmiðstöðvarinnar er undir hlekknum "NEMENDUR" hér fyrir ofan en einnig er hægt að smella hér til að opna síðuna.  Félagsmiðstöðin er opin vikulega (á þriðjudögum) fyrir 8.-10. bekk en mánaðarlega fyrir nemendur í 4.-7. bekk. 
Lesa meira

Vetrarfrí framundan

Nú eru nokkrir dagar framundan sem rétt er að vekja athygli á: Föstudagur 26. október er starfsdagur - frí hjá nemendum en Frístund opin Mánudagur 29. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Þriðjudagur 30. október er vetrarfrí - frí hjá nemendum en Frístund opin Miðvikudagur 31. er matsdagur, þá er kennsla skv. stundaskrá fram að hádegismat en að afloknum hádegismat fara nemendur heim eða í Frístund.  Boðið er upp á viðtöl við umsjónarkennara eftir hádegi þennan dag, þeir foreldrar sem vilja þiggja slíkt eru beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara sem fyrst.  Athugið að það verður kennsla í valgreinum hjá 8.-10. bekk eftir hádegi þennan dag. Frístund er opin alla þessa daga, þeir sem nýta þjónustu Frístundar að öllu jöfnu þurfa ekki að skrá börn sín sérstaklega.  Þeir sem ekki nýta Frístund að jafnaði eru hins vegar beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi í síma 4604111 eða netfang hrafnhildurst@akmennt.is ef þeir hyggjast nýta þjónustu Frístundar þessa daga..
Lesa meira

Grunnþættir aðalnámskrár

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gefur út í samstarfi við Námsgagnastofnun rit um grunnþætti í menntun.  Grunnþættirnir eru kynntir í nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 og snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru; einnig um framtíðarsýn, getu og vilja til að hafa áhrif og taka virkan þátt í að viðhalda samfélagi sínu, breyta því og þróa. Þeim er ætlað að undirstrika meginatriði í almennri menntun, stuðla að samfellu í skólakerfinu og ná til starfshátta, inntaks og námsumhverfis á öllum skólastigum. Þeir eru: Læsi í víðum skilningi Sjálfbærni Heilbrigði og velferð Lýðræði og mannréttindi Jafnrétti Sköpun Nú eru komin út þrjú rit af sex um grunnþættina, fyrstu heftin fjalla um sköpun, læsi og lýðræði og mannréttindi. Stefnt er að því að seinni þrjú ritin komi út í byrjun næsta árs. Öll ritin eru gefin út á rafrænu formi og í takmörkuðu upplagi á prentuðu formi. Rafrænu útgáfuna má nú nálgast hér...
Lesa meira

Grenndargralið - áfangasigur !

Nemendur okkar, þær Stefanía Daney og Erna Kristín, unnu karamellukrukkuna sem markar tímamót í leit að Grenndargralinu 2012.  Grenndargralið er samfélagsfræðiverkefni unnið í 10 þrautum. Margir skólar keppa að lokatakmarkinu, að ná bikarnum sem finna má eftir að 10 þrautir hafa verið leystar. Stefanía og Erna fengu vísbendingu kl 14:40, leystu orðarugl og hjóluðu því næst að Krossanesborgum. Karamellukrukkuna fundu þær svo í gömlu skotbyrgi á staðnum um kl 18.  Þær voru fyrstar af mörgum hópum sem allir voru að leita að krukkunni góðu.  14 hópar lögðu af stað í þetta ævintýri úr Naustaskóla, enn eru virkir 4 hópar. Áfram Naustaskóli!
Lesa meira

Forritunarkennsla í 7. bekk

Við fengum stórskemmtilega heimsókn í gær en þá kom Rakel Sölvadóttir  frá fyrirtækinu Skema og tók nemendur 7. bekkjar í tvær kennslustundir í forritun.  Þetta var hluti af verkefni á vegum SUT, sem eru samtök upplýsingatæknifyrirtækja, sem felst í að vekja áhuga nemenda á forritun og því að skapa sín eigin verk með hjálp upplýsingartækninnar í stað þess að vera eingöngu í hlutverki neytenda.  Forritunin fer fram í forritunarumhverfinu Alice en hugbúnaðinn getur hver sem er nálgast á slóðinni www.alice.org.  Einnig má fá nánari upplýsingar á vefnum www.skema.is.   Hér má svo sjá athyglisvert viðtal við kennarann, hana Rakel Sölvadóttur.
Lesa meira

Foreldrastarf - bekkjakvöld

Foreldrafélagið hefur nú skipt foreldrahópnum í hverjum árgangi í þrjá hópa, síðan er gert ráð fyrir að hver hópur sjái um eina uppákomu eða bekkjarkvöld í vetur.  Skipulagið miðast við að fyrsti viðburður sé í október-nóvember, næsti viðburður sé í janúar-febrúar og loks einn viðburður í mars-apríl.  Smellið hér til að skoða hópaskipanina og hér til að fá nánari upplýsingar um skipulag foreldrastarfsins...
Lesa meira

Ekki meir - fræðslufyrirlestur

Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið fimmtudaginn 11. október í Félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12 kl. 16.30 – 18.00. Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR.  EKKI MEIR er nýútkomin bók sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.  Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn!
Lesa meira

Fréttabréf október

Það er ekki um að villast, það er kominn október, og af því tilefni er að sjálfsögðu komið út nýtt fréttabréf..  Smellið hér til að opna fréttabréfið.
Lesa meira

Endurgreiðslur vegna tannlækninga

Endurgreiðsla vegna tannlækninga barna undir 18 ára var aukin umtalsvert 1. júlí sl. og gildir hækkunin til ársloka 2012.  Endurgreiðsla nú er að meðaltali 62% en verður aftur 42% eftir áramót. Foreldrar eru því hvattir til að panta tíma fyrir börn sín í tanneftirlit og meðferð hið fyrsta til að nýta hærri endurgreiðslu á meðan hún varir. Athugið að tannlækningum  er einungis sinnt á einkastofum tannlækna. Tannlæknar ákveða sjálfir verð á meðferð á sinni stofu. Ef gjaldskrá tannlæknis er hærri en gjaldskrá Sjúkratrygginga  Íslands þá greiðir einstaklingur mismuninn.
Lesa meira