Fréttir

Starfsdagur - frístund lokuð e.h.

Við minnum á að föstudagurinn 1. mars er starfsdagur og þá er frí hjá nemendum.  Frístund er opin fyrir hádegi en lokuð frá kl. 12:15.
Lesa meira

Dagur tónlistarskólanna í Hofi 23. febrúar 2013

Dagur tónlistarskólanna í Hofi 23. febrúar 2013 Laugardaginn 23. febrúar  verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika.  Kl. 11:00 verður hljóðfærakynning  í Hamraborg , að henni lokinni  verður spennandi  ratleikur um Hof og eru glæsileg verðlaun fyrir vinningshafa. Kl. 11:45 – 12:30 verða kennslustofur opnar , þá er  tilvalið tækifæri til að kynna sér hljóðfæri og lífið í Tónlistarskólanum, fá að reyna sig við  mismunandi hljóðfæri. Hvetjum grunnskólanemendur 1. – 4. bekkja að mæta með foreldrum og kynna sér starfið. Nánari upplýsingar  um aðra viðburði dagsins eru á www.tonak.is Tónlistarskólinn á Akureyri
Lesa meira

Góðverkadagar

Góðverkadagar eru haldnir um allt land vikuna 18.-22. febrúar.  Markmið þeirra er að hvetja okkur til afthafna og umhugsunar um að láta gott af okkur leiða, sýna náungakærleik og vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.  Á síðunni www.godverkin.is er hægt að skrá góðverk og hvetjum við alla til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og láta gott af sér leiða..
Lesa meira

Vetrarfrí

Dagana 13.-15. febrúar er vetrarfrí.  Þá eru nemendur í leyfi en Frístund er opin.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 18. febrúar.
Lesa meira

Ball fyrir 1.-5. bekk!

Mánudaginn 11. febrúar verður ball fyrir 1.-5. bekk í sal Naustaskóla kl. 17:00-18:30.  Aðgangseyrir er 400 kr. og sjoppan er opin!  Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar. 
Lesa meira

Opið hús - skólaval

Föstudaginn 8. febrúar 2013 verður opið hús í Naustaskóla frá kl. 9:00-11:00 fyrir forráðamenn og nemendur sem hefja skólagöngu næsta skólaár. Allar upplýsingar um skólaval og umsóknareyðublöð vegna skólavistar má finna á síðum Skóladeildar undir hlekknum: http://www.akureyri.is/skoladeild/skolaval-2013. Við bjóðum alla sem vilja kynna sér skólann velkomna á föstudaginn!
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Fréttabréf febrúarmánaðar er komið á vefinn.  Auk matseðils og dagatals mánaðarins er þar t.d. að finna fréttir af legó-liðinu okkar, hæfileikakeppni, innritun nýnema í skólann og margt fleira.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira

4. bekkur í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall bauð 4. bekkingum í heimsókn til sín í dag í blíðskaparveðri. Þar fengu þau svigskíðakennslu og brettakennslu. Allir skemmtu sér vel og voru ánægðir með daginn. Hérna eru myndir frá ferðinni.
Lesa meira

Jákvæður agi - foreldranámskeið

Nú í febrúar og mars verður boðið upp á foreldranámskeið um "Jákvæðan aga". Námskeiðið verður opið foreldrum barna í Naustaskóla, Naustatjörn, Glerárskóla, Hrafnagilsskóla og Krummakoti og kostar 3.500 kr. pr. þátttakanda. Leiðbeinendur verða fjórir starfsmenn skólanna, sem sótt hafa sér réttindi hjá "Positive Discipline Association" í Bandaríkjunum til að halda námskeið af þessu tagi. Námskeiðið verður haldið í Naustaskóla og mæta þarf í þrjú skipti, þ.e. laugardaginn 23. febrúar kl. 9:00-14:30, þriðjudaginn 5. mars kl. 19:30-21:00og fimmtudaginn 14. mars kl. 19:30-21:00. Á námskeiðinu verður hugmyndafræði stefnunnar miðlað til foreldra og kynntar leiðir til að hagnýta aðferðir jákvæðs aga í uppeldinu heima fyrir, auk þess sem tækifæri gefst fyrir foreldra til að miðla reynslu sinni og skiptast á þekkingu og góðum ráðum. Þeir sem hafa áhuga á að sitja námskeiðið eru beðnir um að skrá sig með því að smella hér og fylla út skráningarformið sem þá birtist.Skráningarfrestur er til 10. febrúar en haft verður samband við þátttakendur með tölvupósti að þeim tíma liðnum. Hámarksfjöldi á námskeiðinu er 25 þátttakendur.
Lesa meira

Hæfileikakeppni

Hin árlega hæfileikakeppni nemendaráðs var haldin fimmtudaginn 24. janúar sl.  Þar stigu nemendur í 4.-10. bekk á stokk og létu ljós sín skína við mikinn fögnuð viðstaddra.  Það var boðið upp á fjölmörg og fjölbreytt atriði þetta árið og stóðu allir keppendur sig vel, en að lokum var það eins og endranær þannig að aðeins voru veitt verðlaun fyrir þrjú atriði.  Í fyrsta sæti varð Guðmundur Tawan í 5. bekk sem sýndi Parkour-æfingar, í öðru sæti varð Sigurður Bogi í 5. bekk en hann söng lag með frumsömdum texta, og í þriðja sæti varð Sunna Björk í 8. bekk með söngatriði.  Smellið hér til að sjá myndir frá keppninni en hér til að sjá texta Sigurðar Boga..
Lesa meira