21.09.2012
Miðvikudagurinn 26. september og fimmtudagurinn 27. september
eru viðtalsdagar í Naustaskóla. Þá mæta nemendur og foreldrar/forráðamenn í 2.-10. bekk til viðtals við umsjónarkennara.
Þar sem afar skammt er liðið frá viðtölum við nemendur 1. bekkjar eru þeir ekki boðaðir en foreldrar geta óskað eftir viðtölum og
eru þá beðnir um að hafa samband við umsjónarkennara. Viðtalstíma
má nálgast hér... Frístund er opin á miðvikudag og fimmtudag kl. 7:45-16:15 fyrir þá nemendur í 1.-4. bekk sem þar eru
skráðir að jafnaði, ekki þarf að skrá vistunartíma sérstaklega fyrirfram nema ef um er að ræða börn sem ekki nýta
þjónustu Frístundar að öllu jöfnu. Við minnum svo á að föstudagurinn 28. september er starfsdagur og þann dag er Frístund
lokuð.
Lesa meira
25.09.2012
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla
verður haldinn þriðjudaginn 25. september kl. 20:00-22:00.
Að minnsta kosti einn fulltrúi frá hverju heimili þarf að mæta á fundinn!
Fyrir fundinn, klukkan 19:00-20:00 verður opið hús þar sem foreldrar geta skoðað skólann og fengið sér molakaffi. Kl. 20:00 hefst svo
aðalfundurinn. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, ásamt kjöri fulltrúa í skólaráð,
áætlað er að þeirri dagskrá verði lokið um 20:40. Að því loknu býður Foreldrafélagið og Naustaskóli
þeim foreldrum sem vilja sitja áfram uppá fræðslufyrirlestur um sjálfsstyrkingaraðferð er kallast Baujan. Til þess að kynna þetta
fáum við hana Guðbjörgu Thoroddsen sem er höfundur þessarar aðferðar til okkar, hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um
þetta efni á höfuðborgarsvæðinu en þessi aðferð er notuð í mörgum skólum þar. Ef þið viljið kynna ykkur
þetta frekar bendum við á vefslóðina: www.baujan.is
Naustaskóli leggur áherslu á þátttöku og áhrif foreldra, nýtum tækifærið og tökum þátt í að skapa
gott og gagnlegt foreldrasamstarf.
Lesa meira
18.09.2012
Fyrsti tíminn er því á morgun í inniíþróttum hjá nokkrum bekkjum. Minnum á að allir eiga að koma með
íþróttaföt til að fara í og handklæði. 1.-3. bekkur þurfa ekki að vera í skóm og verða þau í
Íþróttahúsinu við Laugargötu í íþróttum og 4.-10. bekkur verða í KA-heimilinu.
Lesa meira
17.09.2012
Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna
með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni
á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla
er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra.
Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður
22.okt.-21.nóv. á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15) Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira
11.09.2012
Naustaskóli tekur þátt í
Leitinni að Grenndargralinu 2012
Leit nemenda að Grenndargralinu er hafin fimmta árið í röð. Þátttakendur eru nemendur í 8.-10.
bekk í grunnskólum á Akureyri. Nemendur í Giljaskóla sumarið leituðu að gralinu í fyrsta skipti haustið 2008. Árið 2009 tók
Síðuskóli þátt og Glerárskóli bættist í hópinn haustið 2010. Síðastliðið haust bættust þrír
skólar við þegar Brekkuskóli, Lundarskóli og Oddeyrarskóli tilkynntu þátttöku sína. Naustaskóli hefur tilkynnt
þátttöku sína og því aldrei að vita nema Grenndargralið verði geymt í verðlaunaskáp skólans næsta
árið.
Lesa meira
07.09.2012
Föstudaginn 7. september var gengið til kosninga í Naustaskóla og nemendur kusu sér fulltrúa í nemendaráð fyrir skólaárið
2012-2013. Hér má sjá hverjir náðu kjöri (varamenn í sviga) og jafnframt atkvæðafjölda á bak við efstu menn í
kosningunum:
10. bekkur: Elvar Reykjalín Helgason 42, Hrannar Þór Rósarsson 40, (Pétur Már Guðmundsson 39, Hólmfríður Svala
Jósepsdóttir 31)
9. bekkur: Brynjar Helgason 81, (Bernódus Óli Kristinsson 56)
8. bekkur: Ugla Snorradóttir 77, (Sædís Eiríksdóttir 21)
7. bekkur: Freyr Jónsson 49 (Petra Reykjalín Helgadóttir 38)
6. bekkur: Brynjólfur Skúlason 35 (Hanna Karin Hermannsdóttir 17)
5. bekkur: Íris Orradóttir 34 (Haraldur Bolli Heimisson 27)
4. bekkur: Bjarmi Friðgeirsson 32 (Hilmar Bjarki Gíslason 14)
Lesa meira
05.09.2012
Átakið "göngum í skólann"
var sett í dag, miðvikudaginn 5. september í Kelduskóla í Grafarvogi en þetta er sjötta skipti sem Ísland tekur þátt í
þessu alþjóðlega verkefni. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á
alþjóðavísu er Göngum í skólann mánuðurinn í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann
dagurinn er 6. október. Göngum í skólann verkefnið fer fram hér á Íslandi í septembermánuði og því lýkur
á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Við hvetjum að sjálfsögðu alla okkar
nemendur til að ganga eða hjóla í skólann, það er umhverfisvænt og eflir heilsuna!
Lesa meira
03.09.2012
Vikuna 10.-14. september verða haldnir morgunfundir með foreldrum. Þar er um
að ræða kynningu fyrir foreldra á starfinu í skólanum, þáttum úr stefnu skólans, hlutverki foreldra í skólastarfinu o.fl.
auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna. Fundirnir verða kl. 8:10-9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og
venjulega þessa daga nema að nemendur í 8.-10. bekk sem fá að sofa örlítið lengur þann 13. sept. Fundirnir verða sem hér
segir:
2.-3. bekkur föstudaginn 14. september kl. 8:10-9:10
4.-5. bekkur miðvikudaginn 12. september kl. 8:10-9:10
6.-7. bekkur mánudaginn 10. september kl. 8:10-9:10
8.-10. bekkur fimmtudaginn 13. september kl. 8:10-9:10
Lesa meira
03.09.2012
Fréttabréf og matseðil septembermánaðar
má nú nálgast hér....
Lesa meira
02.09.2012
ADHD samtökin verða á Akureyri þriðjudaginn 4. september með
spjallfund / fræðslu fyrir foreldra. Fundurinn verður kl. 21:00 í Ökuskólanum, Sunnuhlíð 12, á 2. hæð. Björk
Þórarinsdóttir formaður samtakanna og Elín Hoe Hinriksdóttir varaformaður stýra fundinum og eru foreldrar barna í leik-, grunn- og
framhaldsskólum hvattir til að mæta. Frír aðgangur. Nánari upplýsingar má fá hjá Ellen Calmon framkvæmdastjóra ADHD
samtakanna í síma 6947864, einnig er minnt á heimasíðu samtakanna http://www.adhd.is
Lesa meira