Fréttir

Útivistartíminn

Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1. maí fyrir börn 12 ára og yngri er til kl. 20:00.  Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir ofangreindan tíma nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta þennan tíma...
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Á skóladagatalinu okkar er útivistardagur settur á föstudaginn 31. ágúst.  Þar sem meðal annars eru fjallgöngur á dagskránni hjá okkur þann daginn langar okkur að hafa nokkuð tryggt veðurútlit, það er ekki fyrir hendi nú og höfum við því ákveðið að fresta útivistardeginum um óákveðinn tíma.  Hann verður síðan auglýstur með tveggja daga fyrirvara þegar útlitið verður viðunandi...
Lesa meira

Fréttabréf ágústmánaðar

Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út en þar er að finna hagnýtar upplýsingar varðandi skólabyrjunina. Smellið hér til að opna fréttabréfið.  Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira

Skólasetning

Skólasetning í Naustaskóla verður miðvikudaginn 22. ágúst. Nemendur mæti á eftirfarandi tímum: kl. 10:00 2.-3. bekkurkl. 10:30 4.-5. bekkur kl. 11:00 6.-7. bekkur kl. 11:30 8.-10. bekkurNemendur í 1. bekk og forráðamenn verða boðaðir í viðtöl á skólasetningardaginn eða daginn eftir, tölvupóstur með viðtalstímum verður sendur út föstudaginn 17. ágúst. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Þeir foreldrar sem óska eftir viðtali við umsjónarkennara á skólasetningardaginn eru beðnir um að senda ósk um það á ritara skólans; gudrunhuld@akmennt.is Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst. Gleðilegt nýtt skólaár!
Lesa meira

Staðfesting - Frístund 2012-2013

Frístund–staðfesting fyrir skólaárið 2012-2013, fer fram 14. ágúst kl. 10:00 -15:00 Allir foreldrar barna í 1.- 4. bekk sem ætla að nýta þjónustu Frístundar fyrir börn sín næsta skólaár þurfa að staðfesta skráninguna. Forstöðumaður Frístundar og ritari verða við þriðjudaginn 14. ágúst og taka við staðfestingum.  Staðfesta þarf dvöl í Frístund með undirskrift dvalarsamnings. Þeir sem ekki komast á framangreindum tíma hafi samband við skólann til að ákveða tíma.   Símanúmer Frístundar í Naustaskóla er 460-4111 og netfang forstöðumanns er hrafnhildurst@akmennt.is 
Lesa meira

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 4.-10. bekk. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald haustið 2012 er kr. 3.800 fyrir alla nemendur. Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 0159-15-200070, kt. 070372-5099, fyrir 22. ágúst, vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun. Hér má finna innkaupalista fyrir 4.-10. bekk:  - Innkaupalisti 4.-5. bekkjar - Innkaupalisti 6.-7. bekkjar - Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Lesa meira

Sumarfrí!

Nú eru nemendur skólans komnir í sumarfrí sem stendur til 22. ágúst. Skrifstofa skólans verður lokuð til 30. júlí en ef þörf krefur má hafa samband við skólastjóra með tölvupósti á netfangið agust@akureyri.is
Lesa meira

Góðar undirtektir í Unicef-söfnuninni

Nú er komið í ljós að í Unicef - dagskránni okkar söfnuðust um 190.000 kr. sem hafa verið lagðar inn á reikning hjá Unicef.  Glæsileg frammistaða hjá krökkunum okkar sem vilja greinilega láta gott af sér leiða! 
Lesa meira

Viðurkenningar skólanefndar

31. maí veitti skólanefnd Akureyrarbæjar viðurkenningar til þeirra nemenda, starfsmanna og/eða verkefna sem þótt hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir viðurkenningum af þessu tagi en þær eru í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.  Gaman er að segja frá því að tvær viðurkenninganna tengjast Naustaskóla.  Baldur Ásgeirsson, nemandi í 3. bekk, fékk viðurkenningu "fyrir góðan námsárangur, að vera jákvæð fyrirmynd, fyrir listsköpun og tjáningu, samskiptahæfni, frumkvæði og framlag til að auðga skólaandann. Þá hlaut Naustaskóli viðurkenningu fyrir verkefnið Jákvæður agi með svohljóðandi umsögn: "Agastefnan Jákvæður agi í Naustaskóla hefur farið af stað af krafti. Starfinu innan skólans hefur verið fylgt eftir með námskeiðum og kynningum fyrir foreldrahópinn. Skólinn hefur náð góðum árangri í agamálum og nemendur skólans koma vel út í könnunum þar sem spurt er um líðan í skólanum." Við erum að sjálfsögðu afar stolt af þessum viðurkenningum og þökkum kærlega fyrir okkur!
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit vorið 2012 verða þriðjudaginn 5. júní kl. 13:00.  Allir nemendur mæta á sama tíma, hitta umsjónarkennara, taka á móti vitnisburði, skólastjóri segir örfá orð og svo hefst sumarleyfið og stendur óslitið til 22. ágúst þegar ballið byrjar á nýjan leik...
Lesa meira