Fréttir

Árshátíð

Árshátíð Naustaskóla 2012 verður fimmtudaginn 15. mars.  Á árshátíðinni verða þrjár sýningar, kl. 15:00, kl. 17:00 og kl. 19:00.  Á milli sýninga verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans, verð fyrir fullorðna er 600 kr. en fyrir börn á grunnskólaaldri 400 kr. - frítt fyrir yngri börn. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Nemendum hefur verið raðað saman í þrjá hópa þannig að systkini sýni á sömu sýningu, skipan þessara hópa má sjá með því að smella hér...Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Ljóðasamkeppni - Akureyri, brosandi bær

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar er efnt til ljóðasamkeppni í leik- og grunnskólum bæjarins. Yfirskrift ljóðasamkeppninnar er Akureyri, brosandi bær. Þátttakendur eru allir leik- og grunnskólanemendur og veitt verða verðlaun fyrir besta ljóðið eftir nemanda í leikskóla, besta ljóðið eftir nemanda í 1.- 5. bekk og besta ljóðið eftir nemanda í 6. – 10. bekk. Fjögurra manna dómnefnd velur verðlaunaljóðin.  Verðalaunaafhending verður 16. maí. Ljóðin  sem berast í samkeppnina munu verða birt hér og þar um bæinn á afmælisárinu. Ljóðin mega ekki hafa birst annarsstaðar og áskilur bærinn sér rétt til birtingar án endurgjalds.  Í Naustaskóla höfum við dálitla forkeppni og munum sjálf velja ljóð til þátttöku í aðalkeppninni, og til birtingar á heimasíðu, fréttabréfi o.s.frv.  Ljóðum skal skilað til umsjónarkennara eða Karls tónmenntakennara fyrir 26. mars. 
Lesa meira

Fréttabréf / matseðill marsmánaðar

Þá er fréttabréf marsmánaðar komið á vefinn og má nálgast það hér...
Lesa meira

Dagur tónlistarskólanna

Laugardaginn 3. mars verður Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur í Hofi með hljóðfærakynningu og fjölda tónleika.  Kl. 11:00 verður hljóðfærakynning  í Hamraborg , að henni  lokinni  verður spennandi  ratleikur um Hof og eru glæsileg verðlaun fyrir vinningshafa. Kl. 11.45 – 14:00 verða kennslustofur opnar , þá er  tilvalið tækifæri til að kynna sér hljóðfæri og lífið í Tónlistarskólanum, fá að prófa mismunandi hljóðfæri.  Grunnskólanemendur 1. – 4. bekkja eru hvattir til að mæta með foreldrum. Nánari upplýsingar  um aðra viðburði dagsins eru á http://www.tonak.is/ Tónlistarskólinn á Akureyri
Lesa meira

Naustaskóli í Landanum

Naustaskóli kom við sögu í síðasta þætti af Landanum í Ríkissjónvarpinu.  Þar var skólaþróun til umfjöllunar og var af því tilefni leitað til Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og til Naustaskóla með efnistök og viðmælendur.  Sjá má þennan þátt af Landanum með því að smella hér...
Lesa meira

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Nemendur í 7. bekk hafa í vetur unnið að því hörðum höndum að æfa sig í upplestri og framsögn.  Hápunktur þessarar vinnu var þegar haldin var Upplestrarkeppni 7. bekkjar þar sem nemendur fluttu texta og ljóð fyrir framan dómnefnd og áhorfendur.  Krakkarnir stóðu sig auðvitað öll frábærlega en það voru þau Ugla, Elvar og Enóla sem þóttu skara fram úr að þessu sinni.  Þau hljóta því þann heiður að verða fulltrúar Naustaskóla í Stóru upplestrarkeppninni á Akureyri sem fram fer þann 7. mars nk.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá keppninni..
Lesa meira

Skákmót Frístundar

Það er töluvert teflt í Frístund og um daginn settu krakkarnir og starfsfólkið á fót stórskemmtilegt skákmót þar sem margir efnilegir skákmenn reyndu með sér.  Að lokum fór svo að hann Baldur í 3. bekk fagnaði sigri og hlaut hann titilinn "Skákmeistari Frístundar 2011-2012".  Í næstu sætum voru svo þeir Almar og Daníel. Á myndinni hér til hliðar má sjá þá félagana en til að sjá örlítið fleiri myndir má smella hér.
Lesa meira

Krakkaskák

Krakkaskak.is er nýr vefur fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast skáklistinni og vilja mennta sig í henni. Þar kennir ýmissa grasa fyrir utan skák eins og til dæmis litabók með taflmönnum. Þá eru teiknimyndakeppnir, kennslumyndbönd í skák og fleira skemmtilegt. Einnig er hægt að skrá sig í krakkaskáklið og tefla við önnur börn í rauntíma.  Vefurinn er alveg frír og er rekinn áfram á styrkjum og frjálsum framlögum. Þeir sem standa að kennslunni eru Siguringi Sigurjónsson og Henrik Danielsen stórmeistari í skák. Á vefnum verða haldin skákmót og eins eru alltaf teiknimyndakeppnir í hverjum mánuði sem fyrir eru veitt góð verðlaun. Smellið hér til að skoða vefinn..
Lesa meira

Góðverkadagar

Góðverkadagar eru haldnir um allt land vikuna 20.-24. febrúar.  Markmið þeirra er að hvetja okkur til afthafna og umhugsunar um að láta gott af okkur leiða, sýna náungakærleik og vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk.  Á síðunni www.godverkin.is er hægt að skrá góðverk og hvetjum við alla til að taka þátt í þessu skemmtilega átaki og láta gott af sér leiða..
Lesa meira

PMT námskeið fyrir foreldra

PMT foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkni og/eða athyglisbrest hefst í mars nk.  Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Um er að ræða átta vikna námskeið foreldrahópa, einu sinni í viku.  Sótt er um á tilvísanablöðum sem hægt er að nálgast í skólum bæjarins eða hjá skólateymi Fjölskyldudeildar.  Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða netfanginu thuridur@akureyri.is
Lesa meira