Fréttir

Viðrar til stjörnuskoðunar?

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér stjörnuskoðun bendum við á stórskemmtilegan vef sem má finna á http://www.stjornufraedi.is/. Þeir sem vilja rjúka beint út í stjörnuskoðun ættu að grípa með sér stjörnukort nóvembermánaðar sem má finna hér eða stjörnukort fjölskyldunnar fyrir nóvember - desember sem má finna hér.  Góða skemmtun!
Lesa meira

Fjallganga á Súlur - myndir

Nú eru komnar inn myndir frá gönguferð á Súlur fyrr í haust.  Þetta var ferð sem nokkrir ofurhugar tóku sér fyrir hendur á útivistardegi, og tókst hið besta þrátt fyrir heldur kuldalegt veður og lítið útsýni á toppnum.  En það voru stoltir fjallgöngumenn sem komu heim að lokinni göngunni og nú er semsagt hægt að skoða myndir og ylja sér við minningarnar..  Smellið hér.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin í Naustaskóla

Félagsmiðstöðin Trója sér um opin hús í Naustaskóla, vikulega fyrir 8.-9. bekk en mánaðarlega fyrir 4.-7. bekk.  Nú eru dagskrár félagsmiðstöðvarinnar komnar hér á vefinn og má nálgast þær á síðu félagsmiðstöðvarinnar eða hér: Dagskrá fram að áramótum fyrir 8.-9. bekk Dagskrá vetrarins fyrir 6.-7. bekk Dagskrá vetrarins fyrir 4.-5. bekk
Lesa meira

Hrekkjavökuball

Föstudaginn 28. október halda nemendur í 7. bekk hrekkjavökuböll til fjáröflunar fyrir væntanlega skólabúðaferð þeirra í vor.  Aðgangseyrir er 400 kr. og tímasetningar eru sem hér segir: 1.-3. bekkur kl. 17:00-19:00 4.-9. bekkur kl. 19:30-21:30 Með von um að sjá sem flesta!!
Lesa meira

Laus störf

Nú ber svo við að það eru laus þrjú störf við skólann okkar.  Um er að ræða tvö skólaliðastörf og svo starf umsjónarmanns (húsvarðar).  55% skólaliðastarf er með umsóknarfresti til 21. október, 93% skólaliðastarf er með umsóknarfresti til 28. október og fullt starf umsjónarmanns er með umsóknarfresti til 3. nóvember.  Allar umsóknir þurfa að fara í gegnum umsóknavef Akureyrarbæjar og þar er einnig að finna nánari upplýsingar um hæfniskröfur o.fl.  Smellið hér til að opna umsóknavefinn...
Lesa meira

Heimilisfræðival með veitingahús

Nemendur í valáföngum í heimilisfræði í 8.-9. bekk breyttu efri hæð skólans í bráðskemmtilegt veitingahús á dögunum og buðu aðstandendum sínum í veislumáltíð þar sem krakkarnir elduðu og þjónuðu til borðs. Veitingahúsið hlaut nafnið "Nausta-Café" og fékk það sérdeilis góða dóma hjá ánægðum matargestum.  Sjá má nokkrar myndir frá veitingahúsarekstrinum með því að smella hér....
Lesa meira

Náttúrufræðikennsla í 6.-7. bekk

Einn góðviðrisdaginn í haust skelltu nemendur og kennarar í 6.-7. bekk sér út og örkuðu upp í Naustaborgir þar sem unnið var að ýmis konar náttúrufræðitengdum verkefnum.  Þau söfnuðu t.d. ýmsum sýnum sem voru svo rannsökuð nánar þegar komið var heim í skóla.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá þessum góða degi..
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2002 og 2003 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira

Ágústa og Kolfreyja í útvarpinu

Tveir nemenda okkar, þær Kolfreyja og Ágústa í 6. bekk, eru stundum að dunda sér við að semja lög og texta og Karl tónmenntakennari hefur aðstoðað þær við upptöku á lagasmíðunum.  Stelpurnar voru í viðtali í þættinum Leynifélaginu sem er stórskemmtilegur barna- og unglingaþáttur á Rás 1 og er sendur út alla virka daga nema fimmtudaga kl. 20:00.  Smellið hér til að heyra þáttinn...
Lesa meira

Hvernig kenna góðir kennarar?

Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Háskóla Íslands, hefur líklega fylgst með fleiri kennslustundum en nokkur annar Íslendingur. Kennslustundir sem hann hefur fylgst með eru áreiðanlega vel á annað þúsund og ná til tuga skóla, allra skólastiga og fjölmargra námsgreina. Ingvar hóf að fylgjast með kennslu snemma á áttunda áratugnum í tengslum við námsstjórn og tilraunakennslu. Á árunum 1987 til 1988 fylgdist hann með kennslu í um eitt þúsund kennslustundum á miðstigi grunnskóla í tengslum við rannsóknir á notkun námsefnis og áhrifum þess á kennsluhætti. Undanfarin ár hefur Ingvar tekið þátt í rannsókn á starfsháttum í tuttugu grunnskólum sem hafa leitt hann inn í fjölda kennslustunda.  Á netinu er nú að finna fyrirlestur þar sem Ingvar leitast við að bregða upp svipmyndum af minnisstæðum kennslustundum úr þessum reynslubanka og tengja þær hugmyndum um góða kennslu.  Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum hér
Lesa meira