Fréttir

Táp- og fjördagar

Það var sannkallað táp og fjör hjá okkur síðustu daga skólaársins og báru þeir því nafn með réttu.  Þessa daga unnu nemendur í aldursblönduðum hópum og fóru milli stöðva þar sem afar fjölbreytt verkefni voru í boði, t.d. handanudd, veggjamálun, söngur, víðsjárskoðun, púsl, limbó, smíðar og fleira og fleira.  Síðasti skóladagurinn var hins vegar hópeflisdagur þar sem námshópar kvöddust og nýir mynduðust, 1. bekkur flutti til 2. bekkjar, 3. bekkur flutti upp á 2. hæðina þar sem 4. bekkur tók á móti þeim, 5. bekkur flutti til 6. bekkjar og 7. bekkur til 8. bekkjar.  Svo enduðum við í grillveislu í Kjarnaskógi.  Hér má sjá nokkrar myndir frá "táp- og fjördögunum".
Lesa meira

Myndir frá vorhátíðinni

Vorhátíð Naustahverfis var haldin þann 27. maí sl. og tókst prýðilega enda lék veðrið við okkur.  Eins og síðasta vor léku starfsmenn og nemendur skólans lykilhlutverk í hátíðinni og má sérstaklega geta þess að allir eldri nemendur skólans höfðu þar með höndum einhver hlutverk. Nokkrar myndir frá hátíðinni má sjá hér...
Lesa meira

Niðurstöður nemendakönnunar

Nú á dögunum lögðum við stutta viðhorfakönnun fyrir nemendur í 4.-8. bekk þar sem spurt var um ýmsa þætti sem varða skólastarfið.  Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér..
Lesa meira

Skólaslit - vormarkaður

Skólaslit Naustaskóla verða föstudaginn 3. júní kl. 13:00.  Nemendur mæta á heimasvæði þar sem vitnisburður verður afhentur, skólastjóri segir nokkur orð og að því búnu hefst sumarfríið! Á skólaslitadaginn föstudaginn 3. júní n.k. frá kl. 13-17 stendur til að hafa markaðsstemningu fyrir framan Naustaskóla. Hvetjum við sem flesta til þess að drífa nú í að taka til í geymslunni og koma með dót sem e.t.v. getur nýst einhverjum öðrum (föt, húsgögn, handverk, hvað sem er) og selja á vægu verði eða skipta fyrir annað.  Einnig væri gaman að einhverjir væru með kaffi, safa eða aðrar veitingar til sölu.  Svo má líka troða upp með tónlistaratriði, dans eða hvaðeina sem menn kunna að luma á.  Foreldrafélag Naustaskóla
Lesa meira

N-Factor

Hæfileikakeppnin "N-Factor" var haldin í fyrsta skipti í Naustaskóla fimmtudaginn 26. maí.  Þar tróðu upp fjölmargir nemendur en atriði í keppninni voru alls 11.  Nemendaráð hafði skipulagt keppnina og safnað vinningum og þau önnuðust einnig dómgæslu og kynningar.  Varð þetta hin besta skemmtun, þátttakendur stóðu sig hver öðrum betur og hæfileikarnir hreinlega flæddu um húsið.  Að lokum varð þó niðurstaða dómnefndar sú að Pétur og Tumi urðu í þriðja sæti, Klara, Lotta og Sara í öðru sæti en í fyrsta sæti varð Kolfreyja sem flutti frumsamið lag af mikilli list.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá keppninni.
Lesa meira

Vel heppnuð söfnun

Nú er komið í ljós að í Unicef - dagskránni okkar söfnuðust um 190.000 kr. sem hafa verið lagðar inn á reikning hjá Unicef.  Glæsileg frammistaða hjá krökkunum okkar sem vilja greinilega láta gott af sér leiða!  Sem lítið dæmi um hvernig þessir peningar gætu nýst má nefna að hægt væri að festa kaup á 5 fullbúnum "skólum-í-kassa" sem notaðir eru á hamfara- og neyðarsvæðum. 5 skólapakkar innihalda náms- og kennslugögn fyrir allt að 200 börn þannig að segja má að tæplega 200 nemendur Naustaskóla hafi kannski búið til skóla fyrir jafnmörg börn úti í heimi....
Lesa meira

Myndir frá skólabúðaferð 7. bekkjar

Nú eru loksins komnar myndir inn á heimasíðuna af skólabúðaferð 7. bekkjar fyrr í vor.  Smellið hér
Lesa meira

Unicef - dagurinn

Mánudaginn 23. maí helguðum við hluta dagsins söfnun og dagskrá í samvinnu við Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.  Þá söfnuðu krakkarnir peningum með því að vinna ýmsar þrautir sem fólust í hreyfingu og líkamlegri áreynslu. Þetta tókst stórvel þrátt fyrir þungbúið veður og kulda, og voru krakkarnir okkar afskaplega dugleg að hreyfa sig og erfiða í þágu söfnunarinnar. Fjármunirnir sem safnast renna svo til Unicef þar sem þeir verða nýttir til að aðstoða börn víða um heim með menntun, heilbrigðisþjónustu o.f.  Þegar þetta er skrifað er söfnunarféð enn að safnast til okkar þannig að ekki er vitað hversu mikið safnaðist í heildina.
Lesa meira

Vorhátíð

Vorhátíð Naustahverfis 2011 verður haldin föstudaginn 27. maí og hefst kl. 16:15 í Naustaborgum. Dagskrá í Naustaborgum kl. 16:15-18:00· Þrautabraut · Andlitsmálning · Stultur, kastveggur o.fl. · Trúðar · Kubb, boccia o.fl. · Leikir · Sápukúlublástur · Flugdrekar · Grillaðar pylsur - ókeypis :) · Ótrúlega gott veður ! Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30· Kaffihús á neðri hæð skólans          o Kaffi / safi / mjólk og vöfflur            o Fullorðnir 300 kr.             o 6-16 ára 200 kr. · Tombóla – 50 kr. miðinn · Föndurborð · Spákona · Sýningar á verkum nemenda Ball fyrir nemendur í 1.-4. bekk kl. 18:30-19:45 (200 kr. aðgangseyrir) Ball fyrir nemendur í 5.-8. bekk kl. 20:00-22:00 (300 kr. aðgangseyrir)
Lesa meira

Nýtt fréttabréf

Nú er komið út seinna fréttabréf maímánaðar en þar er m.a. að finna upplýsingar um dagskrána hjá okkur síðustu dagana í vetur, kennsluteymi næsta vetrar o.fl.  Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira