Fréttir

Foreldranámskeið um Jákvæðan aga

Nú eru foreldranámskeiðin um Jákvæðan aga hálfnuð og það eru um 100 foreldrar alls sem sækja þessi tveggja kvölda námskeið.  Hér er að finna örlítið af gögnum sem tengjast námskeiðunum: Glærur varðandi fjölskyldufundiGrein um fjölskyldufundiGóð ráð fyrir foreldraVerkfærakistanGlærukynning um Jákvæðan aga
Lesa meira

Hefur þú áhuga á stjörnum?

Við bendum á skemmtilegt og fræðandi myndband á íslensku þar sem sagt er frá nokkrum athyglisverðum fyrirbærum og stjörnumerkjum sem sjá má á himninum í janúar 2011.  Myndbandið má nálgast hér. Einnig bendum við á Stjörnufræðivefinn http://www.stjornuskodun.is/ en þar má finna afar margt skemmtilegt um stjörnurnar, m.a. stjörnukort fyrir hvern mánuð sem má prenta og fara með út til að læra að þekkja stjörnurnar og stjörnumerkin...
Lesa meira

Matsgögn

Við vekjum athygli á því að hér á heimasíðunni, undir tenglunum "skólinn" / "matsgögn og skýrslur" söfnum við og birtum hluta af þeim upplýsingum sem nýttar eru við mat á skólastarfinu.  Þar er nú að finna meðaltal samræmdu prófanna frá í haust og niðurstöður læsisprófa í 1. og 2. bekk.  Smellið hér til að opna þessa síðu.
Lesa meira

Dansmyndbönd nemenda

Nemendur í dansi bjuggu til ansi skemmtileg myndbönd fyrir áramótin.  Hægt er að skoða þau hér.  Smellið hér til að skoða myndband frá 6.-7. bekk (Club can´t handle me)  Smellið hér til að skoða myndband frá 4.-5. bekk (Alors on Dance)   Smellið hér til að skoða myndband frá 4.-5. bekk ( Dynamite)
Lesa meira

Óveður?

Ef veður eru válynd er reglan sú að  foreldrar meta hvort þeir treysta börnunum í eða úr skóla. Starfsfólk er til taks í skólanum en skóla er ekki aflýst nema í allra verstu veðrum, og er það þá gert með auglýsingu í útvarpi fyrir alla grunnskóla Akureyrarbæjar. Ef foreldrar meta það svo að þeir treysti ekki barni sínu í skólann þá eru þeir beðnir um að tilkynna það og skráð verður leyfi á barnið. Bresti á með vont veður á skólatíma og foreldrar treysta barni sínu ekki til að fara sjálft heim eru þeir beðnir um að ná í barnið og láta skólann jafnframt vita að það verði sótt.
Lesa meira

Fréttabréf janúarmánaðar

Fréttabréf janúarmánaðar er komið út og má nálgast það hér....
Lesa meira

Nemendur styrkja Fjölskylduhjálpina

Eins og í fyrra slepptum við því að hafa lukkupakka á litlujólunum en þess í stað komu margir nemendur með dálitla peningaupphæð sem var safnað saman og síðan var allt saman lagt inn á reikning hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Að þessu sinni söfnuðust tæplega 30 þúsund krónur sem án efa koma í góðar þarfir einhvers staðar. Við þökkum nemendum fyrir þátttökuna og þann góða hug sem henni fylgir.
Lesa meira

Gleðileg jól!

Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk við Naustaskóla.Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári um leið og við þökkum frábært samstarf á árinu sem er að líða!  Til að glæða jólaandann er tilvalið að skoða nokkrar myndir frá helgileik 4.-5. bekkjar sem þau sýndu með miklum glæsibrag, bæði á samverustund 16. desember og einnig fyrir nemendur Naustatjarnar.   Sjá hér...(sýning í Naustaskóla)     og hér...(sýning á Naustatjörn)   Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 4. janúar.  Athugið að Frístund er lokuð mánudaginn 3. jan.
Lesa meira

Myndasafn 1. bekkjar

Á myndasíðunni okkar er nú að finna heilmikið myndasafn frá starfinu í 1. bekk á haustönninni.  Eins og sjá má af myndunum er svo sannarlega eitt og annað sem hefur verið brallað í vetur, bæði til náms og skemmtunar.  Þessar myndir eru nokkuð sem er bæði skemmtilegt og upplýsandi fyrir foreldra 1. bekkinga að fletta í gegnum með börnum sínum... Smellið hér..
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin í Naustaskóla eru 17. desember.  Að þeim loknum fara nemendur í jólafrí.  Á litlu jólunum mæta nemendur sem hér segir: 1., 4., 5. og 8. bekkur kl. 8:30-10:00 2., 3., 6., og 7. bekkur kl. 10:00-11:30Frístund verður opin á litlujóladaginn fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Skólastarf að loknu jólaleyfi hefst þriðjudaginn 4. janúar. 
Lesa meira