24.02.2011
Árshátíð
Naustaskóla verður fimmtudaginn 24. febrúar. Um verður að ræða fjórar sýningar sem verða á efri hæð
skólans, á eftir hverri sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans til styrktar skólabúðaferð 7. bekkjar,
verð fyrir fullorðna er 500 kr. en fyrir börn 300 kr. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Hér á
eftir má sjá hvaða hópar sýna í hvert skipti og hvernig mælst er til að foreldrar skipti sér á sýningarnar:
Kl. 15:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 3. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 3. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn A-Í mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 16:00 sýna nemendur 1. bekkjar, 2. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 2. bekkjar og foreldrar barna í 1. bekk með stafinn K-Æ mæti
á þessa sýningu ásamt þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Kl. 17:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar og 6.-7. bekkjar (Miðað við að foreldrar 4. og 6. bekkja mæti á þessa sýningu)
Kl. 18:00 sýna nemendur 4.-5. bekkjar, 6.-7. bekkjar og 8. bekkjar (Miðað við að foreldrar 5. og 7. bekkja mæti á þessa sýningu ásamt
þeim foreldrum 8. bekkjar sem vilja)
Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira
20.02.2011
Laugardaginn 5. mars verður haldið
stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn á vegum Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1.
til 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í
Kvosinni) laugardaginn 5. mars 2011 frá kl. 11:30–14:00. Námskeiðsgjald er 4.000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu
á námskeiðið. Í boði er 50% systkinaafsláttur ef fleiri en eitt barn koma á námskeiðið. Skráning fer fram á vefnum:
http://www.astro.is/namskeid/krakka. Þar má einnig finna frekari upplýsingar.
Lesa meira
15.02.2011
Skólaskákmót var
haldið 14. febrúar og voru keppendur 12 talsins, úr 3-6. bekk. Telfdar voru 5 umferðir og fengu þessir flesta vinninga:
1. Ásgeir Tumi Ingólfsson, 6. bekk 5 vinninga
2-3. Monika Birta Baldvinsdóttir 5. bekk og Elvar Orri Brynjarsson 6. bekk 3 vinninga
4-6. Ágústa Forberg 5. bekk, Kolfreyja Sól Bogadóttir 5. bekk og Haraldur Bolli Heimisson 3 bekk, 2,5 vinning.
Lesa meira
14.02.2011
Dagana 21. – 25. febrúar eru
"Góðverkadagar" haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“. Markmiðið er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að
láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Við í Naustaskóla
látum væntanlega ekki okkar eftir liggja og reynum að leggja sérstaka rækt við góðverkin þessa daga. Á vefsíðunni
www.godverkin.is má fræðast nánar um verkefnið og þar má einnig skrá og
fræðast um góðverk af ýmsu tagi.
Lesa meira
31.01.2011
Nú er fréttabréf
febrúarmánaðar aðgengilegt hér...
Lesa meira
30.01.2011
Föstudagurinn 28. janúar var með óhefðbundnu sniði hjá okkur en þá var svokallaður "nemendadagur". Fulltrúar í
nemendaráði skólans höfðu áður skipulagt daginn en hann fólst í því að nemendaráðið tók við
stjórn efri hæðar skólans og stýrði skólastarfinu hjá 4.-8. bekk fyrir hádegi. Var ýmislegt brallað og fengu starfsmenn m.a.
að "kenna á eigin meðölum" og þurftu að þola útivist, gæðahring (bekkjarfund), danskennslu, íþróttakennslu og að taka
þátt í hæfileikakeppni. Nokkrar myndir eru komnar inn á vefinn þar sem má meðal annars sjá gæðahringinn, danskennsluna og
hæfileikakeppnina - smellið hér. Þetta var
stórskemmtilegur dagur og er líklega kominn til að vera sem árlegur viðburður í Naustaskóla..
Lesa meira
29.01.2011
Félagsmiðstöðin Trója, sem
staðsett er í Rósenborg (gamla Barnaskólanum) þjónar Brekkuskóla, Lundarskóla og Oddeyrarskóla. Trója annast
einnig félagsmiðstöð í húsnæði Naustaskóla, hún er opin einu sinni í viku fyrir 8. bekk skólans á
þriðjudagskvöldum kl. 19:30-21:30. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði er einnig opið fyrir 7. bekk.
Starfsmaður félagsmiðstöðvarinnar í Naustaskóla er Elín Inga Bragadóttir, sími 461-1491, netfang elin@pds.is Nánari upplýsingar má finna hér..
Lesa meira
28.01.2011
Þjálfun í
samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHDFjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í
námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2001 og 2002 og eru 6 börn í
hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta
athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Nánari upplýsingar er að finna hér....
Lesa meira
27.01.2011
Skáknámskeið
í samvinnu við Skákfélag Akureyrar hefst í skólanum mánudaginn 31. janúar kl. 13.30. og verður einnig næstu tvo
mánudaga á sama tíma (Ætlað 3.-8. bekk) Í framhaldinu verður efnt til skólaskákmóts og keppendur valdir til þátttöku
í sveitakeppni grunnskóla á Akureyri en fyrirkomulag á því verður auglýst síðar.
Lesa meira
09.02.2011
Kynningarfundur um val á
grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna
þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema. Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í
febrúar:
Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli
Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli
Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli
Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli
Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli
SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is/
Lesa meira