Fréttir

Fréttabréf septembermánaðar

Nú er fréttabréf septembermánaðar komið út. Þar er fjallað um það helsta sem framundan er s.s. skólafærninámskeið, aðalfund Foreldrafélagsins o.fl. en auk þess um útikennslu, jákvæðan aga o.fl. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira

Útivistardagur - myndir

Mánudagurinn 30. september var helgaður útivist hjá okkur. Þá skiptust nemendur í aldursblandaða hópa og fóru í gegnum leiki og þrautir utandyra.  Þetta var hinn skemmtilegasti dagur þó að sumir hafi reyndar aðeins orðið varir við haustkulið!  Hér má finna margar skemmtilegar myndir frá deginum..
Lesa meira

Skólastarfið hafið

Þá eru fyrstu skóladagarnir liðnir og er ekki að sjá annað en að starfið fari vel af stað.  Nemendur og starfsfólk koma vel undan sumri og eru þess albúin að vinna saman að skemmtilegu og árangursríku skólastarfi í vetur.  199 nemendur hófu nám í Naustaskóla í haust og starfsmenn eru samtals 35, ekki þó allir í fullu starfi. Hér má sjá nokkrar myndir frá fyrstu dögunum.
Lesa meira

Stundaskrár

Stundaskrár nemenda má nálgast hér
Lesa meira

Fréttabréf - viðtalstímar

Út er komið fyrsta fréttabréf skólaársins þar sem er að finna upplýsingar um skólabyrjunina. Smellið hér til að opna fréttabréfið Viðtalstíma foreldra og nemenda 23. og 24. ágúst má nálgast hér Neyðarkort/skráningarblað til útfyllingar má finna hér 
Lesa meira

Skólabyrjun

Skólastarf hefst með viðtölum umsjónarkennara við nemendur og foreldra dagana 23. og 24. ágúst.  Tölvupóstur með upplýsingum um viðtölin verður sendur út mánudaginn 16. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. Foreldrar barna í 1.-4. bekk sem ætla að nýta sér þjónustu Frístundar í vetur eru beðnir um að staðfesta skráningu með undirskrift dvalarsamnings, 12. eða 13. ágúst kl. 10-14.  Þeir sem ekki  komast á þessum tíma eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi forstöðumann í síma 460-4111. Innkaupalista vegna námsgagna má nálgast hér.
Lesa meira

Ársskýrsla 2009-2010

Ársskýrsla skólans fyrir skólaárið 2009-2010 er nú komin á vefinn.  Í henni má finna helstu upplýsingar um fyrsta starfsár skólans en auk þess inniheldur hún gróft mat á því hvernig til tókst og nokkrar tillögur um hvernig gera má enn betur í framtíðinni.  Smellið hér til að opna ársskýrsluna..
Lesa meira

Ný drög að almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt drög að nýjum almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla á vefsvæði sínu. Skipaður var starfshópur á vegum ráðuneytisins í byrjun þessa árs til að endurskoða gildandi aðalnámskrá með hliðsjón af nýrri menntastefnu. Um er að ræða drög sem enn eru í vinnslu. Ráðuneytið óskar eftir viðbrögðum hagsmunaaðila og þess er vænst að starfsmenn skóla, foreldrar, nemendur, sveitarstjórnir og aðrir bregðist við og sendi inn athugasemdir eða umsögn um drögin. Nánari upplýsingar, svo og ritið sjálft, má nálgast á vefslóðinni http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar//nr/306
Lesa meira

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á stílabókum, möppum, gámum, dagbókum o.þ.h. fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar versla það sem tilheyrir pennaveskjum nemenda. Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista.  Námsgagnagjald haustið 2010 er kr. 2.800 fyrir 1.-3. bekk en kr. 4.000 fyrir 4.-8. bekk.  Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 1105-15-200070, kt. 070372-5099, fyrir 15. ágúst.  Smellið hér til að sjá innkaupalistann...
Lesa meira

Sumarfrí

Nú eru allir komnir í sumarfrí og skrifstofa skólans er lokuð til 3. ágúst.  Hægt er að ná í skólastjóra í síma 8478812 eða netfangi agust@akureyri.is Skólastarf hefst að nýju með viðtölum við umsjónarkennara dagana 23. og 24. ágúst.  Foreldrum mun berast viðtalsboðun í tölvupósti um miðjan ágúst.  Hafið það gott í sumar!
Lesa meira