Fréttir

Starfsáætlun - drög

Hér á heimasíðunni má nálgast drög að starfsáætlun skólans fyrir veturinn 2010-2011.  Þar koma fram upplýsingar um stefnu skólans, helstu verkefni skólaársins, eineltisáætlun og margt fleira. Eftir er að yfirfara áætlunina m.t.t. athugasemda og ábendinga skólaráðs en ráðið tekur áætlunina fyrir á fundi þann 8. október. Fram að þeim tíma er um að gera fyrir alla áhugasama að kynna sér plaggið og koma ábendingum á framfæri til skólastjóra eða fulltrúa í skólaráði.  Smellið hér til að opna starfsáætlunina.
Lesa meira

Kvíði barna og unglinga - námskeið

Símenntun Háskólans á Akureyri mun um miðjan október bjóða upp á afar áhugavert námskeið fyrir foreldra og þá sem starfa með börnum, en námskeiðið fjallar um kvíða barna og unglinga.  Fjallað verður um eðli og einkenni kvíða, af hverju börn verða kvíðin, hvernig kvíði birtist, hvernig hann viðhelst og hvernig æskilegt er að bregðast við kvíðahegðun. Smelltu hér til að sjá auglýsingu Háskólans.
Lesa meira

Borgarafundur gegn einelti

Heimili og skóli - landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT, í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samb. ísl. sveitarfélaga og styrktaraðila, standa fyrir eineltisátaki á landsvísu á 11 stöðum á landinu.  Þann 6. október kl. 20:00 verður fundur í sal Brekkuskóla þar sem foreldrum, starfsfólki skóla og öðrum áhugasömum býðst að mæta og fræðast um málefnið.  Smellið hér til að sjá nánari upplýsingar..
Lesa meira

Ýmsar myndir úr starfinu

Nú erum við búin að bæta nýju albúmi inn á myndasíðuna okkar þar sem er að finna hinar og þessar myndir frá fyrstu vikum skólastarfins.  Smellið hér til að skoða myndirnar..
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla var haldinn 13. september sl.  Mæting á fundinn var góð, þar mættu um 80 foreldrar.  Á fundinum var skipuð ný stjórn en hana skipa þau Ásdís Arnardóttir, Vaka Óttarsdóttir, Erla Rán Kjartansdóttir, Ingveldur Sturludóttir og Höskuldur Jóhannesson. Varamenn eru Ásmundur Einarsson og Sigríður Ingólfsdóttir.  Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi, fundargerð aðalfundarins og ársskýrslu stjórnar félagsins má sjá hér. Á fundinum voru einnig skipaðir fulltrúar foreldra í skólaráð til næstu tveggja ára, það eru þær Sara Stefánsdóttir og Vaka Óttarsdóttir. Hins vegar vantar enn nokkra bekkjarfulltrúa.  Þeir sem hafa áhuga á að gefa sig fram í það eru beðnir um að hafa samband við Vöku Óttarsdóttur í netfanginu vaka@mentor.is
Lesa meira

Eineltisáætlun - hvað svo

Samstarfshópurinn Náum áttum auglýsir morgunverðarfund miðvikudaginn 15. september á Grand hótel Reykjavík kl. 8:15-10:00, þar sem fjallað verður um eineltisáætlanir í skólum og viðbrögð við einelti.  Smellið hér til að sjá auglýsingu um fundinn.
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla verður haldinn í skólanum mánudaginn 13. september kl. 20:00-21:30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, kjör fulltrúa foreldra í skólaráð, umræður um foreldrastarf í hverjum árgangi/námshópi og umræður um foreldrasamning Heimila og skóla, auk praktískra upplýsinga og tækifæra til fyrirspurna og umræðna.  Stuðningur foreldra og áhugi á skólamálum skilar sér bættri frammistöðu og vellíðan barnanna okkar í skólanum. Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars: .       Betri líðan barna í skólanum .       Aukinn áhugi og bættur  námsárangur .       Aukið sjálfstraust nemenda .       Betri ástundun og minna brottfall .       Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans .       Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis og menntunarhlutverkinu Heimild: (Handbók Heimilis og skóla 2010). Við viljum biðja foreldra sem hafa áhuga á að sitja í stjórn Foreldrafélagsins eða að vera bekkjarfulltrúar að senda póst á Vöku Óttarsdóttur ritara félagsins (vaka@mentor.is) Enn eru laus sæti -fyrstur kemur fyrstur fær! Afar mikilvægt er að við mótum frá upphafi þá hefð að foreldrar mæti á fundi Foreldrafélagsins og taki virkan þátt í starfinu. Því leggjum við mikla áherslu á að allir nemendur skólans eigi fulltrúa á aðalfundinum!
Lesa meira

Alþjóðadagur læsis

Alþjóðadagur læsis er 8. september. Háskólinn á Akureyri, Amtsbóksafnið og Akureyrarstofa standa að undirbúningi á degi læsis á Íslandi og eru landsmenn hvattir  til að leggja frá sér verk og lesa fyrir sig og aðra kl. 11:00–11:15. Ennfremur er fólk hvatt til þess að skipuleggja sjálft læsisviðburði. Það má  gera með því að lesa upp fyrir hvert annað, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota málið til ánægjulegra samskipta. Hugmyndahefti um læsisviðburði má nálgast hér.
Lesa meira

Námskeið fyrir foreldra barna með ADHD

PMT foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna sem eru með ADHD greiningu og eiga við hegðunarvanda að stríða verður haldið nú í september. Um er að ræða hópnámskeið sem nær yfir 8 vikur, í tvær og hálf klukkustund í senn. Námskeiðið hefst þann  28.september kl. 19.30 til 22.00 og lýkur 16. október. Námskeiðið er haldið í salnum í Brekkuskóla.
Lesa meira

Útivistartíminn

Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1. maí fyrir börn 12 ára og yngri er til kl. 20:00, en fyrir 13-16 ára börn til 22:00.  Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir ofangreindan tíma nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta þennan tíma...
Lesa meira