Fréttir

Landafræðivinna hjá 4.-5. bekk

Nemendur í 4.-5. bekk hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að því að kynna sér ýmis lönd, safna að sér fróðleik og munum og útbúa kynningar og sýningar um löndin.  Að lokum deildu þau svo fróðleiknum með kynningum fyrir hvert annað.  Hér má sjá nokkrar myndir frá kynningunum og af "kynningarbásum" um hin ýmsu lönd heimsins.
Lesa meira

Fuglar og frelsi - sýning á Glerártorgi

Nokkrir nemendur úr 4.-7. bekk hafa undanfarið unnið að gerð fugla í myndmennt. Hráefnið voru mjólkurfernur og pappakassar af öllum stærðum og gerðum. Nemendur fengu frjálsar hendur og er afraksturinn sýndur á samsýningu grunnskólanema á Akureyri, sem haldin er á Glerártorgi frá sumardeginum fyrsta og fram í næstu viku.   Við hvetjum alla til að kíkja við og skoða þessa athyglisverðu sýningu, en þeir sem ekki eiga leið um Glerártorg á næstunni geta smellt hér og skoðað nokkra af þessum furðufuglum....
Lesa meira

Frá landssamtökum foreldra - Heimili og skóli

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 15. sinn við hátíðlega athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 1. júní kl. 15:00.   Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2010 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.
Lesa meira

Fréttabréf aprílmánaðar

Fréttabréf skólans fyrir aprílmánuð er komið út. Smellið hér til að opna...
Lesa meira

Nýjar myndir á vefnum!

Nú er komin töluverð viðbót við myndasíðuna okkar enda var mars óhemju viðburðaríkur mánuður hjá okkur. Má þar nefna myndir frá gagnkvæmum heimsóknum nemenda í 1. bekk og nemenda Fífilbrekku, gistingu 6. bekkjar,  páskaföndri hjá 4.-6. bekk, samverustundum, skíðadegi, skólabúðaferð 7. bekkjar, árshátíð o.fl. Myndirnar segja meira en þúsund orð og þær má sjá hér..
Lesa meira

Laus störf við Naustaskóla

Nú erum við að auglýsa eftir starfsmönnum fyrir næsta vetur, þ.e. kennara, námsráðgjafa og þroskaþjálfa. Auglýsingarnar má finna á umsóknavef Akureyrarbæjar og er umsóknarfrestur til 19. apríl nk.  Athugið að allar umsóknir þurfa að fara í gegnum umsóknavefinn. Smellið hér til að opna umsóknavefinn.
Lesa meira

Páskafrí !

Þá eru nemendur komnir í frí til fimmtudagsins 8. apríl en þá hefst kennsla að nýju skv. stundaskrá. Frístund er opin 29.-31. mars, hún er lokuð þriðjudaginn 6. apríl en opin miðvikudaginn 7. apríl.  Miðvikudagurinn 7. apríl er viðtalsdagur, umsjónarkennarar hafa sent boðun í viðtal sem þeirra sem ástæða þykir til að hitta á þessum tímapunkti, aðrir geta einnig óskað eftir viðtölum með tölvupósti til umsjónarkennara. Starfsfólk skólans óskar ykkur gleði- og ánægjuríkra páska!
Lesa meira

7. bekkur í Skólabúðunum að Reykjum

Nemendur 7. bekkjar eru í Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði dagana 22.-26. mars.  Sjá má myndir frá dvölinni þar með því að smella hér..
Lesa meira

Árshátíð og upplestrarkeppni - myndir

Nú erum við loksins búin að bæta inn á myndasíðuna, myndum frá árshátíðinni og upplestrarkeppninni í 7. bekk. Smellið hér til að sjá myndir frá árshátíðinni Smellið hér til að sjá myndir frá upplestrarkeppni 7. bekkjar
Lesa meira

Mottumars

Karlkyns starfsmenn skólans láta aldeilis ekki sitt eftir liggja í því ógurlega skeggræktarátaki sem æðir yfir landið og skarta nú hinum fegurstu mottum.. og þykja óhemju myndarlegir að sjálfsögðu!
Lesa meira