Fréttir

Hvað gerir barnið þitt í tölvunni?

Opinn fundur foreldra grunnskólabarna á Akureyri um tölvunotkun, haldinn á vegum Samtaka - svæðisráðs foreldra grunnskólabarna á Akureyri. Fundurinn er haldinn í Brekkuskóla þann 24. mars kl. 20:00. Framsögumenn:Guðjón Hreinn Hauksson, foreldri Gunnar Svanbergsson, sjúkraþjálfari Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir lektorar við Háskólann á Akureyri Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla Eftir hlé munu framsögumenn ásamt Grétu Kristjánsdóttur forvarnarfulltrúa og Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur sálfræðingi taka þátt í umræðum með foreldrum.
Lesa meira

Skínandi skíðadagur!

Þriðjudaginn 16. mars fóru nemendur og starfsmenn skólans upp í Hlíðarfjall og léku sér í góða veðrinu. Sumir fóru á skíði eða bretti en aðrir komu með sleða, þotur eða önnur farartæki til að leika sér með. Dagurinn tókst frábærlega og má í fyrsta lagi þakka því að veðrið lék við okkur en í öðru lagi að börnin okkar voru til hreinnar fyrirmyndar!  Hér eru nokkrar myndir..
Lesa meira

Áhugaverður fyrirlestur um einelti og forvarnir

/* /*]]>*/ „Einelti á vinnustöðum, heimilum og skólum og sjálfsvíg, forvarnir og sorg.  "(Suicide Prevention and Grief and Bullying in Workplace, Home and School"). Laugardagur 20. Mars kl. 12.00 – 15.30 í Síðuskóla Skráning á fyrirlestur í gegnum netfangið jericoakureyri@gmail.com Sr. Tony Byrne og systir Kathleen Maguire ætla að miðla okkur af þekkingu sinni og fræða um sína reynslu í þeirra starfi. Þau sinna námskeiðshaldi og fyrirlestrum sem snúa að uppbyggingu einstaklingsins og fjölskyldunnar. Fyrst og fremst reyna þau að gera fólk meðvitaðra um vandamálin sem við er að glíma og kenna hvernig best er að fást við vandamálin og horfast í augu við þau. Tony og Kathleen eiga áratuga langa reynslu að baki í starfi sínu og hafa víða farið. Nú bjóða þau okkur að deila með þeim því sem þeim er að gagnast best.
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Þriðjudaginn 16. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta eins og venjulega kl.8.10. Farið verður frá skólanum sem hér segir: 5. - 6.– 7. bekkur kl. 08:30 3. – 4. bekkur kl. 09:00 1. – 2. bekkur kl. 09:15 Lagt verður af stað úr heim úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1.–2. bekkur kl. 11:10 3.–4. bekkur kl. 11: 30 5.–6.-7. bekkur kl. 11:40 Þegar komið er í skóla aftur verður matur samkvæmt venju og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. Útbúnaður: Þeir sem eiga skíði eða bretti taki slíkt með. Snjóþotur, svartir plastpokar og snjósleðar eru leyfðir til fararinnar. Hjálmar eru æskilegir en hægt að fá þá lánaða í Fjallinu. Skíðaeign nemenda hefur verið könnuð og munu þeir sem ekki eiga skíðabúnað eða bretti geta fengið slíkt lánað endurgjaldslaust. Mikilvægt er að nemendur séu vel klæddir og í vel merktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni. Nesti: nemendur komi sjálfir með hollt og gott nesti. Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.
Lesa meira

Undankeppni fyrir stóru upplestrarkeppnina

Í dag völdum við fulltrúa okkar fyrir stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin 17. mars nk. í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri.  Allir nemendur okkar í 7. bekk tóku þátt og lásu upp texta fyrir dómara. Dómarar áttu erfitt með að velja úr þátttakendum þar sem allir stóðu sig mjög vel og komu greinilega vel undirbúnir til keppninnar. Þessir nemendur voru valdir sem fulltrúar Naustaskóla: Karen Bjarnadóttir Kristófer Alex Guðmundsson Aldís Rún Ásmundsdóttir - varamaður Þar sem Kristófer Alex gefur ekki kost á sér mun Hólmfríður Svala Jósepsdóttir koma inn sem varamaður.
Lesa meira

Bólusetning við inflúensu

Bólusett verður við svínainflúensu í Naustaskóla föstudaginn 19. mars nk. Það eru skólahjúkrunarfræðingur og læknir sem annast bólusetninguna.   Foreldrar þurfa að láta vita með tölvupósti til skólahjúkrunarfræðings:  a) Ef búið er að bólusetja barnið b) Ef ekki á að bólusetja barnið. Ef enginn tölvupóstur berst er gert ráð fyrir að bólusetning sé samþykkt. Mikilvægt er að muna eftir að taka fram nafn og kennitölu nemandans þegar póstur er sendur, netfang Ingibjargar skólahjúkrunarfræðings er isi@akmennt.is
Lesa meira

Myndir úr tónmenntakennslunni

Á myndasíðuna okkar eru nú komnar nokkrar myndir frá tónmenntakennslunni en þar er nú ýmislegt skemmtilegt brallað, hlustað, skoðað og spilað..  Smellið hér. 
Lesa meira

Fréttabréf marsmánaðar

Fréttabréf marsmánaðar er komið út.  Smellið hér til að skoða fréttabréfið...
Lesa meira

Árshátíð Naustaskóla

Árshátíð Naustaskóla verður haldin fimmtudaginn 4. mars. Sýning hjá 1.-3. bekk verður kl. 16:15 en sýning hjá 4.-7. bekk verður kl. 17:15. Sýningarnar verða í salnum á efri hæð skólans. Á eftir hvorri sýningu verða seldar kaffiveitingar á neðri hæð skólans til styrktar skólabúðaferð 7. bekkjar,verð fyrir fullorðna er 500 kr. en fyrir börn 300 kr. Athugið að ekki er hægt að greiða með greiðslukortum. Allir velkomnir, sjáumst í hátíðarskapi!
Lesa meira

Þjóðháttaverkefni hjá 2.-3. bekk

Nemendur í 2.-3. bekk eru enn með hugann við fortíðina og vinna margskonar verkefni um gamla tímann og íslenska þjóðhætti í hinum ýmsu myndum.  Þau hafa undanfarið skreytt svæðið sitt með fornu mánaðarheitunum, myndarlegum torfbæ o.fl. sem gaman er að skoða og foreldrar geta barið augum á árshátíðinni okkar.  Hér má sjá nokkrar myndir frá þessari vinnu.
Lesa meira