11.06.2010
Á síðustu dögum skólaársins var ýmislegt til gamans gert. M.a. var haldinn UNICEF dagurinn, vorþemadagar og hverfishátíð
Naustahverfis svo eitthvað sé nefnt.
Fullt af skemmtilegum myndum frá þessum dögum er hægt að skoða hér:
Lesa meira
11.06.2010
Amtsbókasafnið stendur fyrir lestrarátaki
fyrir 6-12 ára krakka í sumar sem við hvetjum auðvitað alla til að taka þátt í! Átakið er í gangi á
Amtsbókasafninu frá 7. júní - 27. ágúst. Það sem þarf að gera til að vera með er að "skoppa" á
bókasafnið, velja sér bók og fá afhentan þátttökumiða, lesa bókina og fylla út þátttökumiðann, skila honum
í þar til gerðan kassa, velja aðra bók og fá annan miða... Hægt er að fá þátttökumiða með hverri bók sem
tekin er og því fleiri miðum sem skilað er, þeim mun meiri möguleikar eru á að vera dreginn út í happdrætti í lok
sumarsins. Uppskeruhátíð verður svo haldin 4. september.
Lesa meira
07.06.2010
Um daginn tókum við þátt í verkefni með UNICEF
(Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) sem fólst í því að nemendur söfnuðu áheitum gegn því að vera dugleg að
hreyfa sig einn dagpart. Það er skemmst frá því að segja að allt tókst þetta afskaplega vel og krakkarnir voru bæði dugleg að
safna og hreyfa sig. Var niðurstaðan sú að rúmlega 130.000 kr. söfnuðust og renna þeir fjármunir að
sjálfsögðu til UNICEF hreyfingarinnar til að bæta lífskjör barna úti í heimi. Þar getur fjárhæð af þessu tagi gert
ótrúlega stóra hluti og mega nemendur okkar sannarlega vera stoltir af framlagi sínu þetta árið. Upplýsingar um UNICEF á Íslandi
má nálgast hér.
Lesa meira
07.06.2010
Laugardaginn 5. júní sl. veitti skólanefnd Akureyrarbæjar í fyrsta sinn viðurkenningar til nokkurra nemenda og starfsmanna, en veiting viðurkenninga með
þessum hætti er í samræmi við skólastefnu bæjarins. Óskað hafði verið eftir tilnefningum frá starfsmönnum, foreldrum og
stofnunum, valnefnd fór svo yfir tilnefningarnar og voru að lokum sjö nemendur og átta starfsmenn heiðraðir fyrir framúrskarandi frammistöðu. Meðal
þeirra sem hlutu viðurkenningu var Reynir Franz Valsson sem var að ljúka 2. bekk í Naustaskóla. Við óskum honum og öðrum
verðlaunahöfum innilega til hamingju! Myndir frá
afhendingu viðurkenninganna má sjá hér.
Lesa meira
04.06.2010
Skóladagatal næsta vetrar er nú komið á
vefinn og má nálgast það hér..
Lesa meira
03.06.2010
Við Naustaskóla er laust til umsóknar starf
skólaliða frá og með næsta hausti. Starf skólaliða er fjölbreytt og felur í sér gæslu og aðstoð við nemendur í
starfi og leik á vegum skólans, störf í Frístund (síðdegisgæslu), við matarafgreiðslu, ræstingar o.fl.
Leitað er að aðila sem:
Hefur áhuga á og reynslu af að starfa með börnum og á auðvelt með samskipti við börn.
Hefur til að bera góða samskiptahæfni.
Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
Hefur áhuga á að taka þátt í mótun nýs skóla og er tilbúinn til að taka að sér fjölbreytt verkefni.
Lesa meira
05.06.2010
Laugardaginn 5. júní kl. 14.00 boðar skólanefnd Akureyrarbæjar til samkomu í Listasafninu þar sem sjö nemendum og átta kennurum
og starfsmönnum við skóla Akureyrarbæjar verður veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í fyrsta sinn sem
skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar.
Áhugasamir eru hvattir til að mæta í Listasafnið laugardaginn 5. júní kl. 14.00 og vera viðstaddir afhendingu
viðurkenninganna .
Verða nöfn þeirra einstaklinga og verkefna sem hljóta viðurkenningu þetta árið kunngjörð á samkomunni.
Lesa meira
04.06.2010
Skólastarfi á þessu fyrsta
starfsári Naustaskóla verður slitið föstudaginn 4. júní. Allir nemendur mæta kl. 13:00 á sín heimasvæði, hitta
umsjónarkennara, taka á móti námsmati, skólastjóri segir nokkur orð og svo halda nemendur út í sumarið. Foreldrar eru að
sjálfsögðu einnig hjartanlega velkomnir á skólaslitin.
Lesa meira
31.05.2010
Út er komið fréttabréf
júnímánaðar. Meðal efnis er dagskrá vorhátíðar, skóladagatal næsta vetrar o.fl. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira
03.06.2010
/*
/*]]>*/
/*
/*]]>*/
Vorhátíð Naustaskóla og
Naustahverfis verður haldin fimmtudaginn 3. júní og hefst kl. 16:15 með "brekkusöng" í Naustaborgum.
Afþreying í boði í Naustaborgum kl. 16:15-18:00
Þrautabraut
Andlitsmálning
Stultur, kastveggur o.fl.
Trúðar
Naustahverfismót í Kubbi
Boccia
Leikir
Sápukúlublástur
Flugdrekar
Grillaðar pylsur
Opið hús í Naustaskóla frá kl. 17:30
Kaffihús á neðri hæð skólans
Kaffi / safi / mjólk og vöfflur
Fullorðnir 300 kr.
6-16 ára 200 kr.
Tombóla – 50 kr. miðinn
Föndurborð
Spákona
Draugahús
Sýningar á verkum nemenda
Söngvakeppni foreldra og barna (feðgar/mæðgur/feðgin/mæðgin) í sal skólans kl. 18:00 - Foreldrar og börn á öllum aldri geta skráð sig til keppni (það er einfaldlega gert með því að finna lag sem báðir
aðilar kunna, og mæta á æfingu í skólanum einhvern tímann milli 17:00 og 18:00)
Ball fyrir nemendur í 1.-3. bekk kl. 18:30-19:45 (200 kr. aðgangseyrir)
Ball fyrir nemendur í 4.-7. bekk kl. 20:00-22:00 (200 kr. aðgangseyrir)
Lesa meira