Fréttir

Vorskóli

Fimmtudaginn 27. maí ætlum við að bjóða tilvonandi nemendum 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra í heimsókn til að hitta verðandi kennara og kynna sér skólann.  Öllum forráðamönnum innritaðra barna í árgangi 2004 ætti að hafa borist svohljóðandi tölvupóstur á dögunum:
Lesa meira

Aðalfundur Foreldrafélagsins

Stjórn Foreldrafélags Naustaskóla boðar til aðalfundar félagsins þriðjudaginn 25. maí kl. 17:00 í Naustaskóla. Dagskrá aðalfundar er eftirfarandi: Kosning fundarstjóra og fundarritara Skýrsla stjórnar Reikningar lagðir fram Kosning formanns og annarra stjórnarmanna Skýrsla skólaráðs Kosning fulltrúa í skólaráð Önnur mál Vonumst til að sjá sem flesta Stjórnin
Lesa meira

Listaverk Frístundar og Fífilbrekku

Í dag var afhjúpað listaverk sem krakkarnir í Frístund og Fífilbrekku unnu sameiginlega. Myndin sýnir hendur þessara fyrstu nemenda okkar, og mun hún prýða húsnæðið, vonandi um aldur og ævi..  Krakkarnir héldu svo upp á daginn með því að gæða sér á skúffukökunni sem þau voru búin að baka af þessu tilefni, sannkölluð hátíð í bæ!  Smellið hér til að sjá myndir frá undirbúningnum og athöfninni.
Lesa meira

Nýjar myndir frá skólastarfinu í vetur

Endilega skoðið nýjar myndir frá skólastarfinu okkar í vetur - Lífið í skólanum 2010
Lesa meira

Fréttabréf maímánaðar

Fréttabréf maímánaðar er komið út.  Smellið hér til að lesa það..
Lesa meira

Risaeðluþema í 2.-3. bekk

Nemendur í 2.-3. bekk hafa undanfarið unnið þemavinnu þar sem risaeðlur eru í forgrunninum en að sjálfsögðu fléttast einnig ýmiskonar fróðleikur og færniþjálfun inn í námið.  Þetta hefur verið hin fjölbreyttasta vinna þar sem krakkarnir hafa lesið, teiknað, föndrað, reiknað, mælt og málað úti og inni og allir virðast hafa skemmt sér hið besta.  Smellið hér til að sjá myndir frá herlegheitunum...
Lesa meira

Nýir starfsmenn

Nú hafa verið ráðnir fjórir nýir starfsmenn að skólanum fyrir næsta vetur.  Það eru Aðalheiður Skúladóttir, Freydís Þorvaldsdóttir, Hafdís Björg Bjarnadóttir og Yrsa Hörn Helgadóttir.  Aðalheiður kemur frá Lundarskóla þar sem hún hefur starfað lengi sem kennari, hún verður námsráðgjafi hjá okkur en mun einnig kenna 6.-7. bekk næsta vetur.  Freydís kemur líka úr Lundarskóla eftir langan kennsluferil þar, hún verður umsjónarkennari í 1. bekk næsta vetur. Hafdís Björg starfar nú í Síðuskóla en hefur að baki fjölbreytta reynslu af skólastarfi, hún er þroskaþjálfi og mun starfa að mestu með 1. bekk næsta vetur. Yrsa Hörn kemur frá Þelamerkurskóla, hún er sérkennari með fjölbreytta reynslu að baki og mun starfa sem umsjónarkennari í 2.-3. bekk næsta vetur. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn og væntum mikils af samstarfinu við þær um ókomna tíð..
Lesa meira

Skólanefnd óskar eftir tilnefningum til viðurkenninga

Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega, veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til. Skólanefnd mun frá árinu 2010 veita einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í eftirtöldum tveimur flokkum viðurkenningar, við hátíðlega athöfn. Skólanefnd ákveður fjölda viðurkenninga ár hvert að fenginni tillögu valnefndar.
Lesa meira

1. maí hlaup UFA

Við hvetjum alla okkar nemendur eindregið til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA, og leggja þar með sitt af mörkum í skólakeppninni þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku grunnskólanna.  Auglýsingu um mótið má sjá hér en einnig er upplýsingar að finna á heimasíðu UFA, http://www.ufa.is
Lesa meira

Niðurstöður könnunar meðal foreldra

Nú á dögunum var lögð tölvupóstkönnun fyrir foreldra um ýmis atriði sem varða skólann og skólastarfið.  Viðbrögð voru nokkuð góð, alls bárust 115 svör fyrir 129 nemendur sem telst 84% svörun.  Við munum nú leggjast yfir niðurstöðurnar með það að markmiði að nýta þær til að bæta skólastarfið.  Foreldrum þökkum við snör viðbrögð og góðar og gagnlegar athugasemdir og ábendingar.  Heildarniðurstöður könnunarinnar má nálgast hér... 
Lesa meira