Fréttir

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27.október, sem er einnig afmælisdagur Theodore (Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnahúni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki. Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifin af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear. Nú er þessi leikfangabangsi orðin vinsæll leikfélagi barna um allan heim.  Í tilefni þessa er fimmtudagurinn 28. október "bangsadagur" í skólanum og þann dag mega allir hafa bangsann sinn með sér... :)
Lesa meira

Nemendaráð

Í dag var kosið nýtt nemendaráð fyrir skólann, eftir æsispennandi kosningabaráttu og kjörfund þar sem fluttar voru fjölmargar framboðsræður, voru eftirfarandi nemendur kjörnir: Hrannar Þór Rósarsson 8. bekk - formaður Tumi Hrafn Kúld 8. bekk Brynjar Helgason 7. bekk Ugla Snorradóttir 6. bekk Freyr Jónsson 5. bekk Bjarney Guðrún Jónsdóttir 4. bekk
Lesa meira

1.-3. bekkur - nýjar myndir

Nú erum við búin að setja dálítið af nýjum myndum inn á heimasíðuna, þrjú albúm frá 1. bekk og svo myndir frá heimilisfræði hjá 2.-3. bekk.  Smellið hér til að opna myndasíðuna...
Lesa meira

Styttist í að framkvæmdir hefjist að nýju!

Á stjórnarfundi hjá Fasteignum Akureyrarbæjar föstudaginn 15. október sl. var eftirfarandi bókað í fyrsta lið fundarins þar sem rætt var um Naustaskóla: "Rætt um verkáætlun fyrir skólann. Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að hafist verði handa við framkvæmdir á 2. áfanga við Naustaskóla á árinu 2011."   Enn er unnið að útfærslu á því hvernig framkvæmdin verður skipulögð en gert er ráð fyrir að byggingartíminn geti orðið 4 ár. Rætt hefur verið um að skólinn fái aukið húsnæði, þ.e. hluta 2. áfanga byggingarinnar til afnota haustið 2012. 
Lesa meira

Frá námsráðgjöfum grunnskólanna

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í grunnskólum Akureyrar. Í grunnskólalögum nr. 91/2008 kemur m.a. fram í 13. gr.: “Nemendur eiga rétt á að njóta náms- og starfsráðgjafar í grunnskóla af til þess bærum sérfræðingum”. Á þessu skólaári hafa sjö grunnskólar á Akureyri uppfyllt þetta ákvæði laganna. Því þykir okkur náms- og starfsráðgjöfunum rétt að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum til foreldra/forráðamanna nemenda í þessum skólum:
Lesa meira

Viðburðarík vika - myndir

Liðin vika var sannarlega viðburðarík í Naustaskóla og hefur margt á dagana drifið eins og reyndar alltaf..  Við höfðum rýmingaræfingu sem gekk prýðilega fyrir sig svo nú vita allir hvað gera skal ef brunakerfið fer í gang! Fyrsti bekkur hafði búningadag, þau fengu fullt af foreldrum í heimsókn og sungu á samverustund, nemendur í 2.-3. bekk voru margt að bauka, búa til dreka, í umferðartalningu o.fl., svo var bleikur dagur hjá okkur og margt margt fleira skemmtilegt í gangi.. Myndir vikunnar má nálgast hér..  Spurning vikunnar er hins vegar: Hver á þessar bleiku tær sem sjást hérna á myndinni til hliðar?
Lesa meira

Foreldrastarf vetrarins

Stjórn Foreldrafélagsins hefur nú sent út tölvupóst til foreldra með hugmyndum að skipulagi foreldrastarfs fyrir veturinn.  Þessar upplýsingar má einnig nálgast hér á síðunni, undir tenglinum Foreldrar eða með því að smella hér...
Lesa meira

Drekaþema

Það var aldeilis handagangur í öskjunni hjá 1.-3. bekk í dag þegar starfað var að hinu ógurlega drekaþema.  Allir nemendur neðri hæðarinnar unnu saman að þemanu en viðfangsefnin voru afar mismunandi, allt frá lestrar- og orðaverkefnum yfir í að búa til sína eigin dreka af ýmsu tagi og hrikalegan drekahelli sem mótaður hefur verið í stigaganginum.  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá deginum...
Lesa meira

Frá Barnakór Tónlistarskólans

Barnakór Tónlistarskólans á Akureyri er að hefja sitt þriðja starfsár og hefjast æfingar mánudaginn 11. október kl 17:00 í Brekkuskóla.  Kórinn er fyrir elsta árgang í leikskóla og 1. til 4. bekk í grunnskóla. Allir krakkar í leikskólum og grunnskólum Akureyrarbæjar velkomnir. Þemað í vetur verða íslensk popplög. Frítt að vera með:) Kveðja Heimir Bjarni Ingimarsson Kórstjórnandi
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar

Októberfréttabréfið er komið út.  Smellið hér...
Lesa meira