Fréttir

Stjörnuskoðunarnámskeið fyrir börn

Um daginn var Galileo-sjónaukum dreift í alla grunnskóla á Norðurlandi í viðleitni til að efla áhuga barna á stjörnuskoðun og vísindum. Í framhaldi af því mun Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness standa fyrir krakkanámskeiði um stjörnuskoðun næstkomandi laugardag. Námskeiðið er hugsað fyrir börn í 1. – 7. bekk sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun. Það verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri (í Kvosinni) laugardaginn 13. nóvember kl. 11:30-13:50 og námskeiðsgjald er 3000 krónur. Gert er ráð fyrir að eitt foreldri fylgi barni sínu á námskeiðið. Allar frekari upplýsingar má finna hér:  http://www.astro.is/namskeid/krakka en athugið að eftir á að breyta tímasetningu á vefsíðunni, rétt tímasetning er kl. 11:30-13:50.  Leitast er við að fræða á lifandi og skemmtilegan hátt með hjálp myndefnis, tækja og tóla og farið verður í stjörnuskoðun um kvöldið ef veður leyfir.
Lesa meira

Ný leiktæki í útiskólanum

Það er helst að frétta úr útiskólanum okkar í Naustaborgum að tvö leiktæki hafa bæst við. Um er að ræða svokallaða þeytivindu, en hún er þannig að smíðaður var fleki utan um tré og bönd sett á allar fjórar hliðarnar, þau eru svo hengd upp í tré. Svo er hægt að hlaupa í hringi með flekann og vefjast þá kaðlarnir utan um tréð. Þegar sleppt er snýst flekinn til baka með tilheyrandi skemmtan. Einnig hafa verið settar upp tvær rólur önnur venjuleg með tveimur kaðalspottum en hin með einum sem gengur í gegnum miðja spýtu. Þessi tæki eru búin til úr efni sem kemur frá skóginum og unnin af börnum og unglingum í Lundar- og Naustaskóla.  Smellið hér til að skoða myndir af tækjunum en hér er tengill á heimasíðu útiskólans.
Lesa meira

Ball ! Ball !

7. bekkur stendur fyrir böllum í skólanum miðvikudaginn 10. nóvember. Ball fyrir 1. - 3. bekk verður kl. 17 - 19 Ball fyrir 4. - 8. bekk verður kl. 19 - 21 Aðgangseyrir er kr. 400 Sjoppa verður opin og ýmislegt skemmtilegt í boði t.d. draugahús, spákona o.fl.
Lesa meira

Bingó, fatamarkaður, kökubasar

Bingó, fata- og skómarkaður og kökubasar verður í Naustaskóla sunnudaginn 7. nóvember kl. 13:00.  Bingóspjaldið kostar 500 kr. og 5 bingóspjöld 2000 kr. Glæsilegir vinningar ! Kökubasar, fata- og skómarkaður verða einnig í gangi frá kl. 13:00 og fram eftir degi.  Allur ágóði af bingóinu kökubasarnum og borðasölu á markaði rennur til styrktar Sævar Darra Sveinssyni (nemanda í 3. bekk) og fjölskyldu.  Allir velkomnir!
Lesa meira

Fréttabréf nóvembermánaðar

Fréttabréf nóvembermánaðar er komið út.  Smellið hér....
Lesa meira

Kynningarfundur um jákvæðan aga

Þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:00-21:00 er foreldrum boðið til kynningar á uppeldisstefnunni Jákvæðum aga.  Fundurinn verður í sal skólans á 2. hæð og verður þar fjallað um hugmyndafræði stefnunnar, framkvæmd hennar í skólanum og nokkur hagnýt ráð við uppeldi.  Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir foreldra á næstu vikum, í samstarfi við aðra skóla sem eru að innleiða JA.  Ekki er búið að tímasetja námskeiðið en upplagt er fyrir áhugasama að byrja á að mæta á fundinn og skoða hvort þetta sé ekki eitthvað sem er þess virði að kíkja betur á....
Lesa meira

Aðalfundur hverfisnefndar

Aðalfundur Hverfisnefndar Naustahverfis veðrur haldinn fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:00 í Naustaskóla (2. hæð).  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf ásamt fyrirspurnum og öðrum málum.  Gestir fundarins verða Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Helgi Snæbjarnarson formaður skipulagsnefndar auk fulltrúa L-listans. Allir íbúar Naustahverfis eru hvattir til að mæta.
Lesa meira

Samráðs- og matsdagur

Föstudagurinn 5. nóvember er samráðs- og matsdagur.  Þá er frí hjá nemendum en Frístund er opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.  Foreldrar geta óskað eftir viðtali við umsjónarkennara þennan dag, einnig verða einhverjir boðaðir til viðtals. Að öðru leyti verður dagurinn nýttur til vinnu við námsmat o.fl.
Lesa meira

4.-5. bekkur í Naustaborgum

Hluti nemenda í 4.-5. bekk skellti sér í Naustaborgir í útiíþróttatímanum í dag, gott að njóta haustsins áður en veturinn skellur á fyrir alvöru :)   Smellið hér til að sjá myndirnar...
Lesa meira

Skólinn fær stjörnusjónauka að gjöf

Við fengum góða heimsókn í dag þegar fulltrúar frá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness komu færandi hendi og gáfu okkur tvo stjörnusjónauka til notkunar í skólanum.  8. bekkur veitti sjónaukunum viðtöku og erum við auðvitað afskaplega þakklát fyrir þessa góðu gjöf!
Lesa meira