Fréttir

Skólaþing

Nú erum við að gera fyrstu tilraunir okkar með að halda skólaþing.  Þau fara þannig fram að nemendur skiptast í hópa til að ræða ákveðin málefni, kynna svo niðurstöður og skiptast á skoðunum.  Krakkarnir í 4.-7. bekk eru að ræða um hvernig reglur þau vilja hafa í skólanum og hugmyndin er að á endanum verði til skólareglur sem allir hafa átt þátt í að búa til.  Hér má sjá nokkrar myndir frá umræðum í hópunum.
Lesa meira

Góðverkadagar

Dagana 22. – 26. febrúar eru "Góðverkadagar" haldnir um land allt undir yfirskriftinni „Góðverk dagsins“. Markmiðið er að hvetja landsmenn til athafna og umhugsunar um að láta gott af sér leiða, sýna náungakærleik, vináttu, hjálpa öðrum og gera góðverk. Við í Naustaskóla látum náttúrulega ekki okkar eftir liggja og reynum að leggja sérstaka rækt við góðverkin þessa daga.  Á vefsíðunni www.godverkin.is má fræðast nánar um verkefnið og þar má einnig skrá og fræðast um góðverk af ýmsu tagi.
Lesa meira

Alþjóðlegt netöryggi - nemendasamkeppni

SAFT (Samfélag, fjölskylda og tækni) efnir til samkeppni í samstarfi við Evrópusambandið um gerð veggspjalda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum. Samkeppnin er ætluð nemendum á aldrinum 5 til 8 ára, en þemað er „Hvernig sérð þú sjálfan þig á netinu? Er það öruggur staður?" Þátttakendur sem eru yngri en 9 ára geta sent inn veggspjöld (teikningar, smámyndasaga, plakat, ofl) til SAFT fyrir 1. apríl 2010. Einnig er efnt til netspurningasamkeppni, í samstarfi við Evrópusambandið, fyrir nemendur á aldrinum 9 til 15 ára. Hægt er að taka þátt sem einstaklingur eða bekkur. Samkeppnin fer fram hér: http://www.sid2010quiz.org/. Hægt er að fá nánari upplýsingar um samkeppnirnar með því að smella hér.
Lesa meira

Legónámskeið

Þann 16. febrúar fengum við í heimsókn til okkar mann að nafni Jóhann Breiðfjörð.  Hann hafði meðferðis u.þ.b. 100 kg af legókubbum og hélt stutt námskeið fyrir nemendur í 4.-7. bekk þar sem þau fengu að reyna sig við skemmtilega hluti eins og að nota tannhjól, gíra, mótora o.fl. auk þess sem þau prófuðu vélmenni sem samsett er úr legóbúnaði. Við erum dálítið áhugasöm um þau tækifæri sem tæknilegó býður upp á til skemmtunar og lærdóms í leiðinni og erum að reyna að safna okkur upp dálitlum stofni af kubbum, bæði venjulegum kubbum, tannhjólum, mótorum o.s.frv. og höfum reyndar fengið stórgóðar gjafir frá áhugasömum foreldrum og nemendum undanfarið. Bestu þakkir fyrir það!   Smellið hér til að sjá myndir frá vinnu nemenda í 6.-7. bekkjar með legóið.
Lesa meira

Vetrarfrí !

Við minnum á að öskudagurinn (17. febrúar) er starfsdagur og 18.-19. febrúar er vetrarfrí.  Þessa daga er frí hjá nemendum en Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir.  Sjáumst svo hress eftir fríið!!
Lesa meira

Skringilegi dagurinn

Föstudagurinn 12. febrúar var skringilegur dagur í Naustaskóla.  Þá mættu nemendur og starfsfólk vægast sagt skringilega til fara og skólastarfið var raunar allt hið skringilegasta á köflum.  Við tókum auðvitað eitthvað af myndum og þær segja meira en mörg orð.  Smellið hér...    
Lesa meira

2.-3. bekkur á Minjasafninu

Nemendur 2.-3. bekkjar eru að kynna sér fortíðina þessa dagana og fræðast um hvernig hlutirnir voru í gamla daga.  Af því tilefni skelltu þau sér í heimsókn á Minjasafnið í síðustu viku og sáu og prófuðu ýmislegt skemmtilegt þar.  Smellið til að sjá myndirnar...
Lesa meira

Innritun nemenda - kynningarfundur um val á skóla

Innritun nemenda fyrir næsta vetur er nú hafin og er frestur til innritunar til 26. febrúar. Kynningarfundur vegna vals um grunnskóla verður haldinn miðvikudaginn 10. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Lundarskóla. Þar flytja stjórnendur grunnskólanna á Akureyri stuttar kynningar á sínum skólum og tækifæri gefst til fyrirspurna.  Foreldrar barna sem fædd eru árið 2004 eru hvattir til að mæta! Skólarnir verða svo með opið hús kl. 09:00-11:00 fyrir foreldra eftirtalda daga í febrúar: Fimmtudaginn 11. febrúar - Glerárskóli og Lundarskóli Mánudaginn 15. febrúar - Oddeyrarskóli, Brekkuskóli og Giljaskóli Þriðjudaginn 16. febrúar - Síðuskóli og Naustaskóli Hér má nálgast bækling með upplýsingum um skólana og hér má finna umsóknareyðublöð og form til rafrænna umsókna.
Lesa meira

Töpuð myndavél

Á þriðjudaginn sl., 2. febrúar týndist Canon myndavél. Hún er  í eigu Hildar Pétursdóttur, móðir Thelmu Daggar í 1. bekk og eru myndir af Thelmu inni á vélinni. Talið er að hún hafi gleymst í fataklefanum. Ef þið finnið hana megið þið koma henni til ritara skólans.  
Lesa meira

Vantar búning fyrir öskudaginn??

Ágætu foreldrar, Nú styttist í að litlar kynjaverur birtist snemma að morgni á götum bæjarins í öllum regnbogans litum. Öskudagurinn, dagur litadýrðar og gleði er 17. febrúar nk. Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar ætla að bjóða öllum foreldrum á Akureyri að taka þátt í saumakompu sem starfrækt verður í Zontasalnum Aðalstræti 54 A   laugardaginn 13. febrúar frá kl. 10 – 16. Þar fá foreldrar tækifæri til þess að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir Öskudaginn. Á sama tíma verður trésmíðaverkstæðið í Iðngörðum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) opið fyrir þá sem þurfa smíða í tilefni af öskudegi og verða smiðir þar öllum til aðstoðar.
Lesa meira