17.05.2011
Mennta- og
menningarmálaráðherra staðfesti í gær, 16. maí 2011, nýjar aðalnámskrár fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Í þeim birtist ný menntastefna sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem
styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og
lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði,
jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Námskrárnar eru aðgengilegar á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins en fyrirhugað er að gefa þær út á prenti í haust. Námskrárnar taka
gildi frá og með næsta skólaári og verða innleiddar á þremur árum. Sjá nánar hér...
Lesa meira
16.05.2011
Nemendur 4. bekkjar dvöldu í skólabúðum að Kiðagili í Bárðardal dagana 2.-4. maí sl. Þar var ýmislegt skemmtilegt
brallað og var dvölin bæði fróðleg og skemmtileg fyrir krakkana. Nú erum við búin að setja helling af myndum frá Kiðagili inn
á myndasíðuna okkar og má nálgast þær
hér.
Lesa meira
14.05.2011
Nú á dögunum var gerð
könnun meðal foreldra um ýmsa þætti varðandi skólastarfið. Niðurstöður könnunarinnar verða síðan nýttar
við mat á skólastarfinu og til að forgangsraða og leggja á ráðin um verkefni til úrbóta þar sem veikleikar koma fram. Í
heildina eru niðurstöðurnar jákvæðar og er afar fróðlegt og gagnlegt að kynna sér þær. Við birtum niðurstöðurnar
hér á vefnum og má nálgast þær með því að smella hér...
Lesa meira
04.05.2011
Fréttabréf maímánaðar er
komið út, smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira
30.04.2011
Samkvæmt skólastefnu
Akureyrarbæjar skal árlega veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að
vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða
starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á
því sviði sem viðurkenning nær til. Foreldrar, nemendur, kennarar, skólar og bæjarstofnanir geta tilnefnt verkefni í skóla til
viðurkenningar.
Lesa meira
29.04.2011
Norðurorka efnir til ljóðasamkeppni
meðal grunnskólabarna á þjónustusvæðum sínum í Eyjafirði undir yfirskriftinni „Hvers virði er mér vatnið".
Hvað dettur okkur í hug þegar við förum yfir venjulegan dag í lífi okkar og skoðum hvenær og hvernig við notum
vatnið. Til hvers er vatnið notað? Við drekkum það, notum það í matreiðslu og hitum húsin með því. Við böðum okkur
í því, syndum í því og búum til rafmagn með því. Vatnið er notað út um allt. Vatnið er ekki bara dásamlegt,
það er líka lífsnauðsynlegt. En hvaðan kemur það? Hvernig kemst það í húsin til okkar? Hvert fer það þegar við
erum búin að notað það? Keppt er í þremur flokkum; 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur Ljóðunum geta nemendur skilað á
skrifstofu skólans síns eða sent þau í pósti til Norðurorku, Rangárvöllum, 603 Akureyri – merkt ljóðasamkeppni. Í
ljóðabréfinu þarf að koma fram heiti ljóðsins, nafn höfundar og heimilisfang, sími og/eða netfang, skóli og bekkur. Skilafrestur er til
13. maí. Nánari upplýsingar og skýringar má finna á heimasíðu Norðurorku http://www.no.is/
Lesa meira
27.04.2011
Núna í vor
verða Íslensku menntaverðlaunin afhent í sjöunda sinn. Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun því hver og
einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari, frábært námsefni
ellegar góður skóli. Embætti forseta Íslands veitir verðlaunin og eru allir hvattir til að senda inn tilnefningar um þá sem
þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel er
gert í íslenskum grunnskólum. Nánari upplýsingar má
nálgast hér..
Lesa meira
25.04.2011
Ungmennafélag Akureyrar stendur að venju fyrir
skólahlaupi 1. maí þar sem grunnskólar á Akureyri og í nærsveitum reyna með sér. Hlaupið hefur verið haldið undanfarin tuttugu
ár og er eitt stærsta almenningshlaup sem haldið er á Akureyri. Megintilgangur hlaupsins er að hvetja börn og fullorðna til hreyfingar og heilbrigðra
lífshátta, í skólakeppninni er því ekki keppt um það hvaða skóli á fótfráustu nemendurna heldur hvaða
skóli nær hlutfallslega bestri þátttöku.
Lesa meira
23.04.2011
Vakin er athygli á tímabundnu
verkefni í sumar um ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar barna tekjulágra foreldra/forráðamanna. Frá 1. maí til og með 26.
ágúst verður boðið upp á ókeypis, nauðsynlegar tannlækningar fyrir börn tekjulágra foreldra/forráðamanna. Tannlæknar
á tannlæknadeild Háskóla Íslands meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónustan veitt.
Tekið verður við umsóknum frá 28. apríl til og með 1. júní 2011. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér...
Lesa meira
20.04.2011
Við óskum nemendum, foreldrum og
starfsfólki gleðilegra páska og vonum að allir hafi það gott í fríinu! Þriðjudaginn 26. apríl er starfsdagur og Frístund er
lokuð fyrir hádegi þann dag. Kennsla að loknu páskaleyfi hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. apríl.
Lesa meira