Fréttir

Kynning á ævintýraþema hjá 1.-3 bekk og á himingeimaverkefni hjá 4.-5. bekk

Í gær var mikið um að vera hjá 1.-5. bekk. Á neðri hæð húsins var 1.-3. bekkur að sýna verkefnavinnuna sína út frá ævintýraþema sem þau hafa verið að vinna sl. vikur og á efri hæð húsins var 4. og 5. bekkur að sýna sína vinnu um himingeiminn. Hægt er að sjá myndir hér.
Lesa meira

Rithöfundar í heimsókn

Í dag komu tveir rithöfundar í heimsókn, þær Kristín Helga Gunnarsdóttir og Margrét Örnólfsdóttir að kynna bækurnar sínar Með heiminn í vasanum e. Margréti og Ríólít reglan e. Kristínu. Hér eru nokkrar myndir frá upplestrinum.
Lesa meira

Nemendadagurinn

Föstudaginn 25. nóvember verður "nemendadagurinn" haldinn hátíðlegur hjá okkur í Naustaskóla, við prufuðum þessa nýbreytni í fyrra og nú er nemendadagurinn orðinn að árlegum viðburði hjá okkur!  Þetta þýðir að þennan dag stýrir nemendaráð skólastarfinu í eldri bekkjum skólans og er þá starfið eins og nemendur vilja hafa það auk þess sem þeir nýta tækifærið og leyfa starfsfólki að "bragða á eigin meðölum"..  Dagskrá nemendadagsins þetta árið verður sem hér segir:
Lesa meira

Myndir - Frístund og landnámsþema

Við vorum að bæta inn á myndasíðuna okkar nokkrum myndum úr Frístund þar sem ýmislegt skemmtilegt er brallað og svo myndum frá landnámsþema í 2.-3. bekk sl. vor sem gleymdust í einni af myndavélunum okkar...  Smellið hér til að sjá myndir úr Frístund og hér til að sjá myndir frá landnámsþemanu í 2.-3. bekk sl. vor.
Lesa meira

Fræðslufundur fyrir foreldra - Kvíði

Foreldrafélag Naustaskóla heldur fræðslufund í skólanum miðvikudaginn 23. nóvember kl. 20 og verður umfjöllunarefni fundarins kvíði.  Á fundinum verður í bland hagnýt ráð, fræðsla og spjall. Flest okkar þurfa einhvern tímann að takast á við kvíða hjá börnunum okkar og hjálpa þeim að yfirstíga hann. Sem dæmi er hræðsla við að koma fram fyrir aðra, hræðsla við að gista annars staðar (s.s. keppnisferðir, skólaferðir, gista hjá vinum). Þá hafa börn oft áhyggjur af geitungum, sprautum, tannlæknum, blóðprufum, keppnum, prófum, Grýlu ásamt mörgu öðru.   Kristín Elva Viðarsdóttir sálfræðingur og sérkennari í Giljaskóla ætlar að hefja fundinn með stuttu innleggi um kvíða og hagnýtum ráðum varðandi það hvernig við getum hjálpað börnunum okkar að komast yfir ótta og áhyggjur af hinum ýmsu hlutum. Í kjölfarið verður boðið upp á kaffi og foreldrar geta skipt sér niður á borð og skipst á ráðum og hugmyndum. Vonumst til að sjá sem flesta og eiga góða og gagnlega kvöldstund saman, Stjórn Foreldrafélags Naustaskóla
Lesa meira

Gegn einelti

Verkefnisstjórn í aðgerðum gegn einelti hefur ákveðið að standa að sérstökum baráttudegi gegn einelti 8. nóvember 2011. Verkefnisstjórnin samanstendur af fulltrúum fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis. Í tilefni af baráttudeginum hefur verið opnuð heimasíðan www.gegneinelti.is og þar gefst fólki kostur á að undirrita sérstakan þjóðarsáttmála gegn einelti.  Við hvetjum alla til að kíkja á síðuna http://www.gegneinelti.is/ og setja nafn sitt við sáttmálann..
Lesa meira

Morgunkaffi með stjórnendum

Í nóvember ætlum við að gera tilraun með að bjóða upp á svokallað "morgunkaffi með stjórnendum".  Það felur í sér að kl. 8:10-9:00 nokkra morgna verða stjórnendur skólans til viðtals í kaffistofu skólans fyrir foreldra í hverjum námshópi, þar sem ætlunin er að hafa frekar óformlegt spjall um skólastarfið, og gefa foreldrum tækifæri til að koma á framfæri sínum væntingum og skoðunum.  Tímasetningar á þessu eru sem hér segir: 1. bekkur; föstudaginn 11. nóvember kl. 8:10-9:00 2.-3. bekkur; þriðjudaginn 15. nóvember kl. 8:10-9:00 4.-5. bekkur; miðvikudaginn 16. nóvember kl. 8:10-9:00 6.-7. bekkur; föstudaginn 18. nóvember kl. 8:10-9:00 8.-9. bekkur; miðvikudaginn 23. nóvember kl. 8:10-9:00                                Með von um að sjá sem flesta í góðu og gagnlegu spalli!
Lesa meira

Haustmót Skákfélags Akureyrar - 15 ára og yngri

Haustmót Skákfélags Akureyrar fyrir 15 ára og yngri verður haldið 8. og 9. nóvember nk. (þriðjudag og miðvikudag) og hefst kl. 16:30 báða dagana í Skákheimilinu í Íþróttahöllinni.  Teflt verður í einum flokki, sjö umferðir.  Umhugsunartími 15 mínútur á skák.  Verðlaun verða veitt í þremur flokkum: - fædd 1996-1998 - fædd 2001-1999 - fædd 2002 og yngri                              Þátttaka er ókeypis!
Lesa meira

Fréttabréf og matseðill nóvembermánaðar

Nú er fréttabréf nóvembermánaðar komið á vefinn.  Við minnum á að gott getur verið að prenta út baksíðu fréttabréfsins og skella á ísskápshurðina því að þar er að jafnan að finna ágætt yfirlit yfir helstu viðburði mánaðarsins, opnunartíma félagsmiðstöðvar, "öðruvísi daga" o.fl. auk matseðilsins auðvitað. Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira

Hrekkjavökuball - myndir

7. bekkur hélt hrekkjavökuball föstudaginn 28. október til fjáröflunar fyrir skólabúðaferð þeirra í vor.  Þar kom saman múgur og margmenni í tilheyrandi búningum og voru margir þeirra töluvert hræðilegir...  Smellið hér til að sjá nokkrar myndir frá hrekkjavökuballinu...
Lesa meira