Fréttir

Gleðilegt ár - nýtt fréttabréf

Við óskum nemendum og forráðamönnum gleðilegs árs og þökkum fyrir það liðna! Hér má nálgast fréttabréf janúarmánaðar..
Lesa meira

Gleðileg jól!

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum gleðilegra jóla og þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla að loknu jólaleyfi hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6. janúar.  Jafnframt bendum við á að það er tilvalið að koma sér í jólaskapið með því að skoða þetta myndband sem gert var þemadögunum nú í desember..
Lesa meira

Gjaldskrárhækkun á Frístundargjöldum dregin til baka

Bæjarstjórn hefur nú ákveðið að draga til baka áður ákveðna gjaldskrárhækkun á vistunargjöldum í Frístund sem taka áttu gildi frá og með áramótum.  Gjöld fyrir Frístund verða því óbreytt eða 330 kr. klukkustundin.  Fæðisgjöld munu hins vegar hækka um 6% og mun því hver máltíð í annaráskrift kosta 395 kr.  Smellið hér til að opna gjaldskrána..
Lesa meira

Litlu jólin

Næstkomandi föstudag kl. 9:00-11:00 verða litlu jólin hjá nemendum. Nemendur mega koma með eftirfarandi: 1. Bekkur Smákökur, safa eða annan drykk (ekki gos), lítið kerti og stjaka, servíettu 2-3. Bekkur Smákökur, safa eða annan drykk (ekki gos) lítið kerti og stjaka 4-5. Bekkur Lítið kerti og stjaka 6-7. Bekkur Smákökur 8-10. Bekkur Frjálst nesti
Lesa meira

Gjaldskrárbreytingar

Nú um áramótin munu gjaldskrár fyrir mötuneyti og Frístund hækka um 6%.  Verð á máltíð í annaráskrift verður þá kr. 395 (en var áður 371).  Verð pr. klst. í Frístund verður kr. 350 (en var áður kr. 330) og síðdegishressing mun kosta kr. 128 (í stað 118).  Smellið hér til að opna nýja gjaldskrá. 
Lesa meira

Umhyggju- og samvinnuþemadagar

Minnum á að skóla lýkur kl. 13.00 þessa daga sem eru 9. og 10. desember. Hægt er að líta á nokkrar myndir frá því í dag þar sem nemendur voru ýmist að föndra, spila og hafa gaman.
Lesa meira

Jólabingó!

Jólabingó verður í Naustaskóla miðvikudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00.  Spjaldið kostar 500 kr. og veitingar verða seldar á staðnum.  Flottir vinningar! Allir velkomnir! 10. bekkur Naustaskóla
Lesa meira

Jóladagatal Námsgagnastofnunar

Við vekjum athygli á stórskemmtilegu jóladagatali Námsgagnastofnunar en þar er að finna þrautir fyrir hvern virkan dag fram að jólum til að reyna sig við og stytta þannig biðina eftir hátíðinni...  Jóladagatalið er að finna á slóðinni http://vefir.nams.is/jol2013/
Lesa meira

Desemberfréttabréfið komið út

Þá er fréttabréf desembermánaðar komið á vefinn og má nálgast það hér..
Lesa meira

Ný myndbönd frá 6.-7. bekk

Nemendur úr 6.-7. bekk hafa verið að vinna að myndbandagerð í tónmennt að undanförnu og hér má nálgast tvö skemmtileg myndbönd frá þeim: Eltingaleikurinn - myndband úr tónmennt 6.-7.b. nóvember 2013 Geimverufótbolti - myndband úr tónmennt 6.-7.b. nóvember 2013
Lesa meira