08.10.2014
Nú þegar dimmt er orðið
á kvöldin er alveg upplagt að kíkja aðeins til himins í myrkrinu og skoða stjörnurnar, það er bæði fróðlegt og
skemmtilegt.. Þá er nauðsynlegt að hafa kort til hliðsjónar til að glöggva sig á hvað stjörnurnar heita o.fl. Með
því að smella á tenglana hér á eftir má nálgast kort fyrir stjörnuhiminn októbermánaðar og er hægt að velja um
kort til útprentunar eða til að skoða á síma eða spjaldtölvu. Við minnum svo á Stjörnufræðivefinn, www.stjornufraedi.is en þar má jafnan finna stjörnukort og ýmsan skemmtilegan fróðleik.
Smellið hér til að opna stjörnukort til útprentunar.
Smellið hér til að opna stjörnukort til að skoða
í snjalltæki.
Lesa meira
03.10.2014
Á miðvikudaginn kom norskur vísindasirkus í heimsókn. Þeir félagar Magne og Ivar sýndu nemendum margar flottar og skemmtilegar tilraunir sem voru
töfrum líkastar. Börnin voru mjög spennt og supu stundum hveljur, svo spennandi var þetta allt saman. Eftir sýninguna fengu nemendur í 4.-7. bekk að
prófa að gera nokkrar tilraunir eins og að búa til bíla úr pappa, plaströrum og plasthringjum, eldflaugar og fleira skemmtilegt. Hér er hægt að sjá myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira
01.10.2014
Meðan að nemendur í 4. og 7. bekk þreyttu samræmd prófum á dögunum fengu félagar þeirra í 5. og 6. bekk alveg sérstaka
dagskrá sem innifól m.a. ferð í Krossanesborgir í fylgd íþróttakennara. Hér má sjá nokkrar myndir...
Lesa meira
01.10.2014
Fréttabréf októbermánaðar er
nú komið út og má nálgast það hér..
Lesa meira
30.09.2014
Töframaðurinn Einar Mikael kom í heimsókn í skólann í gær og sýndi krökkunum hin ýmsu töfrabrögð.
Hér eru nokkrar myndir frá sýningunni.
Lesa meira
26.09.2014
Nú hefur nemendaráð ákveðið að "litur skólans" til framtíðar verði ljósblár. 10. bekkur hefur nú
í hyggju að fara að selja boli og þá þurfti að ákveða lit þannig að sem flestir geti keypt sér bol í lit skólans t.d.
til að mæta í þegar íþróttakeppnir eiga sér stað o.s.frv. Litir hafa nokkuð verið á reiki milli skóla og milli
keppna, við höfum hingað til notað bæði appelsínugulan og fjólubláan en aðrir skólar nota einnig þá liti og var
því ákveðið að finna nýjan lit. Eftir nokkrar umræður komst nemendaráð að þeirri niðurstöðu að
ljósblár yrði litur Naustaskóla, enda er sá litur ekki í notkun annars staðar, bæði kyn virðast fella sig vel við hann og hann
fer vel með merki skólans.
Lesa meira
25.09.2014
Einn góðviðrisdaginn í haust brugðu nemendur í 2.-3. bekk sér í Naustaborgir og notuðu blíðviðrið til að spóka sig
og læra utandyra. Í þetta skiptið smelltu þau líka af nokkrum stórskemmtilegum myndum sem má sjá með því að smella hér..
Lesa meira
24.09.2014
Aðalfundur Foreldrafélagsins var haldinn þann 17. september sl. og sem fyrr vorum við afar stolt af góðri þátttöku foreldra á fundinum, en um
100 foreldrar mættu á fundinn. Flestir stjórnarmanna gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa og er stjórnin nú
þannig skipuð:
Vaka Óttarsdóttir
Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Erla Rán Kjartansdóttir
Sigríður Ingólfsdóttir
Margrét Auður Sigurbjörnsdóttir
Fanney Pétursdóttir
Sólveig Styrmisdóttir
Martha Lilja Marthensdóttir Olsen
Sigrún Sigurðardóttir
Valgý Arna Eiríksdóttir
Claudia Lobindzus
Hér má nálgast fundargerð
aðalfundarins...
Lesa meira
19.09.2014
Ágætu foreldrar.
Laugardaginn 20 september verður safnast saman við Naustaskóla kl. 12 og hjólað kl.12.30 að nýjum göngu- og hjólastíg við
Drottningarbraut.
Tilvalið tækifæri fyrir fjölskylduna að hjóla saman og enda svo í grillveislu á Ráðhústorgi.
Hjólalest fer frá Naustaskóla og það væri gaman að sjá sem flesta úr okkar hverfi.
Hjólreiðafélag Akureyrar leiðir hjólalestir frá grunnskólum bæjarins að nýjum göngu- og hjólreiðastíg við
Drottningarbraut.
kl. 13:00 Nýr göngu- og hjólreiðastígur formlega vígður við gatnamót Miðhúsabrautar og Drottningarbrautar. Þaðan
hjólað saman að Ráðhústorgi.
kl. 13:30 Dagskrá á Ráðhústorgi.
Grillaðar pylsur og drykkir í boði
Kynning á vistvænum ökutækjum og rafhjólum
Börnin fá að skreyta göturnar
Myndataka fyrir þá sem vilja, í bílstjórasæti strætó
Slökkviliðið mætir á svæðið
Svo er bara að klæða sig eftir veðri og að sjálfsögðu gildir;
ENGINN HJÁLMUR – EKKERT HJÓL
Góða skemmtun
Lesa meira
17.09.2014
Aðalfundur Foreldrafélags Naustaskóla
verður haldinn í sal skólans kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 17. september. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, stutt erindi um
lestur, lestrarnám og þátt heimila í því, og að lokum notalegt kaffispjall :)
Ætlast er til að a.m.k. einn fulltrúi frá hverju heimili mæti á fundinn!
Stjórn Foreldrafélagsins
Lesa meira