Fréttir

Nýtt nemendaráð

Í dag var hinn árlegi kjörfundur nemendaráðs.  Haldnar voru framboðsræður og síðan gengið til kosninga eftir kúnstarinnar reglum.  Nemendaráð skipa fulltrúar úr 4.-10. bekk, einn úr hverjum árgangi nema tveir úr 10. bekk og er sá 10. bekkingur sem flest atkvæði hlýtur formaður ráðsins.  Nemendaráð 2015-2016 skipa eftirtaldir (varamenn í sviga): 10.b. Ari Orrason og Ágúst Már Steinþórsson (Andreas Snær Unason)9.b. Guðný Birta Pálsdóttir (Ólafur Anton Gunnarsson)8.b. Haraldur Bolli Heimisson (Sigurður Bogi Ólafsson)7.b. Baldur Ásgeirsson (Jóna Margrét Arnarsdóttir)6.b. Sigurður Hrafn Ingólfsson (Björgvin Máni Bjarnason)5.b. Viktor Sigurðarson (Diljá María Jóhannsdóttir)4.b. Dagbjartur Búi Davíðsson (Kristbjörg Eva Magnadóttir)
Lesa meira

Kjör til nemendaráðs

Föstudaginn 11. september fer fram hin árlega kosning til nemendaráðs Naustaskóla.  Kjörið fer þannig fram að nemendur í 4.-10. bekk fá ákveðinn frest til að bjóða sig fram, þeir geta síðan hengt upp "áróðursplakat" í matsalnum, að framboðsfresti liðnum er birtur listi yfir frambjóðendur og þegar kemur að kjörfundi fá frambjóðendur tækifæri til að flytja stutt ávörp áður en gengið er til kosninga. Hér má sjá lista yfir frambjóðendur ársins og hér má sjá áróðurinn...
Lesa meira

Fræðslustjóri sækir póstkort í 5. bekk

Soffía fræðslustjóri kom í heimsókn í 5. bekk á degi læsis og sótti til þeirra póstkort sem þau hafa skrifað á.  Póstkortin eru síðan send til þeirra viðtakenda sem nemendur hafa sjálfir valið til að skrifa um mikilvægi læsis.  Í leiðinni ræddu fræðslustjóri og nemendur að sjálfögðu um lestur og hve mikilvægt er að æfa sig í lestri eins og öðru sem maður vill vera góður í..  Hér eru myndir frá heimsókninni og eins og sjá má fór vel á með viðmælendum.
Lesa meira

Dagur læsis

Í dag, 8. september er alþjóðlegur dagur læsis, en frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað þennan dag málefnum læsis. Íslendingar taka sem fyrr þátt í þessum alþjóðlega degi með ýmsum hætti.  Miðstöð skólaþróunar við HA, Bókasafn HA, Amtsbókasafnið, skóladeild Akureyrarbæjar og Barnabókasetur Íslands starfa saman að undirbúningi læsisviðburða á Akureyri og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama í sínu umhverfi.  Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburði dagsins.Í tilefni dagsins sendum við einnig til foreldra hugvekju frá fræðslustjóra Akureyrarbæjar en afrit af því bréfi má finna hér..
Lesa meira

Morgunfundir foreldra

Dagana 14.-17. september, verða morgunfundir fyrir foreldra í 2.-10. bekk. Þar er um að ræða kynningu fyrir foreldra á starfi barnanna í skólanum o.fl. auk þess sem tækifæri gefast til umræðna og fyrirspurna. Fundirnir verða kl. 8:10- 9:10 að morgni, nemendur mæta einnig á sama tíma og venjulega þessa daga nema nemendur í 8.-10. bekk sem fá að sofa örlítið lengur þann 15. sept. Fundirnir verða sem hér segir:2.-3. bekkur mán. 14. september kl. 8:10 4.-5. bekkur fim. 17. september kl. 8:10 6.-7. bekkur mið. 16. september kl. 8:10 8.-10. bekkur þri. 15. september kl. 8:10 (nemendur í 8.-10. bekk mæti þann dag kl. 9:50) Mikilvægt er að fulltrúar frá öllum nemendum mæti á fundina!
Lesa meira

Útivistardagur á miðvikudag (2. sept)

Nú er veðurspáin aldeilis bærileg og við skellum því á útivistardegi miðvikudaginn 2. september.  Skólatími nemenda verður eins og venjulega, nemendur mæta kl. 8:10 á sín heimasvæði, þeim verður svo skipt í hópa og brottfarir eru uppúr kl. 8:30. Allir nemendur þurfa að vera mjög vel klæddir og skóaðir til útiveru! Það er frjálst nesti þennan dag en þeir sem eru í ávaxtaáskrift geta gripið sér ávöxt í nesti áður en lagt er af stað. Þeir sem fara að veiða þurfa að koma með sinn eigin útbúnað nema að við reynum að útvega björgunarvesti. Þeir sem fara upp að Hömrum og vilja sulla þurfa að koma með aukaföt!! Gönguferðir eru gönguferðir - þar er ætlast til að nemendur gangi en hjóli ekki. Þeir sem ganga á Hlíðarfjall þurfa sérstaklega að huga að útbúnaði og nesti! Skóladegi lýkur að loknum hádegisverði / kl. 13:00 Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með í allar ferðir. Nemendur velja sér viðfangsefni sem hér segir:
Lesa meira

Fréttabréf september

Þá erum við búin að gefa út fréttabréf septembermánaðar og er þar að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar s.s. um morgunfundi foreldra í september, aðalfund Foreldrafélagsins, eineltisáætlun skólans, starfið framundan og matseðilinn að sjálfsögðu.  Smellið hér til að opna fréttabréfið..
Lesa meira

Útivistardegi frestað

Fyrirhuguðum útivistardegi, sem átti að vera í Naustaskóla föstudaginn 28. ágúst, er frestað um óákveðinn tíma vegna leiðinlegrar veðurspár.  Við grípum tækifærið þegar útlitið er betra og auglýsum það þá með tveggja daga fyrirvara eða svo. En það er semsagt venjulegur skóladagur skv. stundaskrá á föstudag!
Lesa meira

Skólabyrjun í Naustaskóla

Skólasetning verður föstudaginn 21. ágúst.  Nemendur mæti á eftirfarandi tímum:   kl. 10:00 nemendur í 2.-5. bekkkl. 11:00 nemendur í 6.-10. bekk Nemendur í 1. bekk og forráðamenn mæta í viðtöl á skólasetningardaginn eða mánudaginn 24. ágúst, tölvupóstur með upplýsingum varðandi viðtölin hjá 1. bekk verður sendur út á næstu dögum.  Kennsla hjá 2.-10. bekk hefst skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst en hjá 1. bekk hefst kennsla þriðjudaginn 25. ágúst. Á skólasetningunni hitta nemendur umsjónarkennara, fá stundaskrá og fræðast um starfið í vetur. Foreldrar eru velkomnir og við mælumst sérstaklega til þess að foreldrar nýrra nemenda í skólanum fylgi sínum börnum. Hér má finna fyrsta fréttabréf skólaársins en það hefur að geyma hagnýtar upplýsingar varðandi skólabyrjunina.
Lesa meira

Innkaup námsgagna

Skólinn annast innkaup á námsgögnum fyrir nemendur og innheimtir gjald fyrir það, en foreldrar þurfa að versla lítillega fyrir nemendur í 8.-10. bekk.  Ef einhver óskar eftir að annast öll innkaup sjálfur þarf viðkomandi að hafa samband við skólann og fá ítarlegri lista. Námsgagnagjald ársins er kr. 4.100.- fyrir alla nemendur.  Foreldrar eru beðnir um að greiða gjaldið inn á reikning 565-26-460110, kt. 460110-1140, fyrir 21. ágúst.  Vinsamlegast setjið nafn barns sem skýringu/tilvísun. Nemendur í 4.-7. bekk þurfa að útvega eigin vasareikni til að hafa í skólanum og frá og með 4. bekk er gert ráð fyrir að nemendur séu í skóm í inniíþróttum.  (Allir nemendur þurfa svo að sjálfsögðu að eiga íþrótta- og sundfatnað)Hér má finna innkaupalista fyrir 8.-10. bekk: - Innkaupalisti 8.-10. bekkjar
Lesa meira