Fréttir

Opnun Frístundar í vetrarfríinu

Athygli er vakin á opnun Frístundar í komandi vetrarfríi. Eins og fram hefur komið í bréfi til foreldra var samþykkt í skólanefnd Akureyrarbæjar að Frístund yrði lokuð fyrir hádegi í vetrarfríinu. Opnun Frístundar þessa daga verður því á þessa leið: Miðvikudaginn 1. mars LOKAÐ allan daginn Fimmtudaginn 2. mars opið kl. 13:00-16:15 Föstudaginn 3. mars opið kl. 13:00-16:15
Lesa meira

Nemendadagurinn föstudaginn 24. febrúar

Næstkomandi föstudag verður nemendadagurinn en þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendur fá að hafa áhrif á hvað gert er. Frjálst nesti er þennan dag, gos og sælgæti þó ekki leyfilegt. 10. bekkur ætlar að selja snúða þennan dag og verður farið í alla bekki í dag, mánudaginn 20. febrúar og tekið á móti pöntunum. Snúður: 350 kr Snúður og svali: 500kr Hvítur dagur:)
Lesa meira

Jákvæður agi - foreldranámskeið

Við minnum á foreldranámskeið í Jákvæðum aga sem haldið verður í Naustaskóla miðvikudaginn 15. febrúar kl. 17–19 og 22. febrúar kl. 17–19. Skráning fer fram hjá Kristjönu ritara í síma 4604100 eða á netfanginu kristjana@akmennt.is Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga. Vonumst til að sjá sem flesta!
Lesa meira

Ný dagsetning á námskeiðið Jákvæður agi

Hér koma nýjar dagsetningar á foreldranámskeiðinu Jákvæður agi: 15. og 22. febrúar 2017. Skráning fer fram hjá Kristjönu ritara í síma 460 4100 eða á netfangið kristjana@akmennt.is. Vinsamlegast skráið nafn, síma og netfang í tölvupóstinum. Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga. Kennari: Aníta Jónsdóttir og Jónína Hauksdóttir
Lesa meira

Námskeið fellur niður!

Námskeið sem átti að vera í dag í jákvæðum aga fellur niður vegna ónægrar þátttöku.
Lesa meira

Námskeið í dag, 1. febrúar kl. 17:00-19:00!!

Minnum á námskeiðið í dag! Jákvæður agi - foreldranámskeið 1. - 6. bekkur Jákvæður agi kennir börnum og unglingum félagsfærni og lífsleikni. Jákvæður agi byggir upp samband væntumþykju og virðingar milli barns og fullorðins og meginmarkið er sameiginleg lausnaleit. Jákvæður agi leggur áherslu á að kenna, hvetja og sýna skilning í samskiptum sem byggja á gagnkvæmri virðingu. Á námskeiðinu er lögð rík áhersla á þátttöku allra í æfingum og umræðum þeim tengdum. Einnig verður fjallað um uppbyggingu fjölskyldufunda og verkfæri Jákvæðs aga. Kennari: Aníta Jónsdóttir Hvar: Á sal Naustaskóla Hvenær: 1. og 8. febrúar kl. 17-19
Lesa meira

Skákmót í Naustaskóla

Skákmót fór fram í Naustaskóla sl. fimmtudag og voru 22 þátttakendur. Ingólfur Árni Benediktsson úr 4. bekk bar sigur úr býtum og vann 5 leiki. Í öðru sæti var Sölvi Steinn Sveinsson í 6. bekk og í jöfn í 3.-6. sæti urðu Heiðar Snær Barkarson, Telma Ósk Þórhallsdóttir, Elías Bjarnar Baldursson og Snæbjörn Þórðarson, öll í 6. bekk. Sjá myndir hér....
Lesa meira

Fundur með foreldrum barna í 5. bekk

Minnum á fundinn í dag kl. 17:00 á sal skólans með foreldrum barna í 5. bekk og Vilborgu Ívarsdóttur.
Lesa meira