30.03.2017
Skólahreysti 2017 fór fram í Íþróttahöllinni í gær og var mikið fjör að vanda. Naustaskóli átti þar verðuga fulltrúa sem stóðu sig eins og alvöru hetjur og urðu í 4. sæti í keppninni. Það voru þau Júlía Rós Bergþórsdóttir, Kolbeinn Fannar Gíslason, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Trausti Lúkas Adamsson og Viktor Axel Þorgeirsson. Síðuskóli var í fyrsta sæti annað árið í röð, þá Brekkuskóli og Lundarskóli í því þriðja. Hér má sjá nokkrar myndir sem Árni Hrólfur tók í Höllinni.
Lesa meira
23.03.2017
Nýr dagur fyrir útivist er áætlaður á mánudaginn 27. mars. Við höldum okkur við sama skipulag og áður og upplýsingablöð fyrir skíðaleigu í 4.-10. bekk sem hafa þegar verið send munu gilda.
Lesa meira
23.03.2017
Því miður verðum við að fella niður skíðaferð í Hlíðarfjall í dag vegna veðurs! Skóladagur er samkvæmt stundarskrá.
Lesa meira
22.03.2017
Forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í dag og voru fulltrúar valdir til að taka þátt í aðal keppninni sem fram fer í Menntaskólanum á Akureyri þann 29. mars nk. kl. 17:00. Þau eru Róbert Alexander Geirsson og Lovísa Lea Jóhannsdóttir og til vara verður Edda Líney Baldvinsdóttir. Nemendur stóðu sig öll með prýði og lásu bæði texta og ljóð. Dómarar í keppninni voru Aníta Jónsdóttir kennari, Dominiqe Gyða Sigrúnardóttir leikkona og Herdís Margrét Ívarsdóttir kennari.
Lesa meira
15.03.2017
Ágætu foreldrar/forráðamenn
Fimmtudagurinn 23. mars er áformaður útivistardagur í Naustaskóla (ef veður leyfir) þar sem okkur býðst að fara í Hlíðarfjall. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af heilsufars- eða öðrum mjög brýnum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum.
Nemendur í 4.-10. bekk geta fengið lánaðan búnað endurgjaldslaust en nemendur í 1.-3. bekk geta því miður ekki fengið lánaðan búnað en er velkomið að hafa með sinn eigin búnað eða snjóþotur og sleða.
Þar sem töluverð ásókn hefur verið í að fá lánaðan búnað hvetjum við þá nemendur sem eiga skíði eða bretti að koma með sinn búnað.
Lesa meira
23.02.2017
Nemendadagurinn
Á morgun, föstudaginn 24. febrúar er hinn árlegi nemendadagur í Naustaskóla. Þann dag fær nemendaráð að skipuleggja dagskrá dagsins fyrir hönd nemenda skólans. Í boði verða íþróttamót, hæfileikakeppni starfsfólks og svo auðvitað frjálst nesti og snúðasala 10. bekkjar. Á skóladagatali er þetta gulur dagur sem þýðir að skóladegi hjá 4. -10. bekk lýkur kl. 12:00. Nemendur í 1. -3. bekk verða í Frístund til kl. 13:00 – og þau börn sem eru skráð í Frístund eftir kl. 13:00 - klára daginn sinn þar eins og venjulega.
Bestu kveðjur Bryndís skólastjóri.
Lesa meira