Fréttir

118 nemendur forskráðir

Nú hafa 118 nemendur verið forskráðir í skólann og skiptast þeir þannig á árganga: 1. bekkur (f. 2003); 27 nemendur 2. bekkur (f. 2002); 23 nemendur 3. bekkur (f. 2001); 19 nemendur 4. bekkur (f. 2000); 12 nemendur 5. bekkur (f. 1999); 13 nemendur 6. bekkur (f. 1998); 15 nemendur 7. bekkur (f. 1997); 9 nemendur Formleg innritun hefst nú í byrjun febrúar og verður auglýst nánar þá, gert er ráð fyrir að frestur fyrir foreldra til að innrita börn sín verði til 26. febrúar.
Lesa meira

Prýðileg mæting á kynningarfundi

Kynningarfundir fyrir foreldra voru haldnir dagana 13. og 14. janúar.  Foreldrar voru áhugasamir og mættu samtals liðlega 90 foreldrar á fundina. Rætt var um drög að stefnu skólans og virðist almennt góður samhljómur í sjónarmiðum innan foreldrahópsins. Á fundunum kom fram tillaga um að haldnir yrðu kynningarfundir fyrir verðandi nemendur skólans og mun orðið við því á næstu vikum.
Lesa meira

Fundir með foreldrum

Umræðu- og kynningarfundir með foreldrum verðandi nemenda í Naustaskóla verða haldnir sem hér segir: Verðandi 1. bekkur (árg. 2003) þriðjudaginn 13. janúar kl. 17:30-19:00 Verðandi 2.-3. bekkur (árg. 2001-2002) þriðjudaginn 13. janúar kl. 20:00-21:30 Verðandi 4.-5. bekkur (árg. 1999-2000) miðvikudaginn 14. janúar kl. 17:30-19:00 Verðandi 6.-7. bekkur (árg. 1997-1998) miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00-21:30 Á fundunum verður rætt um stefnu skólans og leitast við að svara þeim spurningum sem brenna á foreldrum. Fundirnir eru haldnir í leikskólanum Naustatjörn. Athugið að foreldrar eru ekki bundnir af tímunum hér að ofan, t.d. eru foreldrar nemanda í 1. bekk velkomnir kl. 20 ef það hentar betur.  Ofangreind skipting er fyrst og fremst hugsuð til minnka hópana til að auðvelda umræður og skoðanaskipti. Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Lesa meira

Niðurstöður könnunar

Nú liggja fyrir niðurstöður viðhorfakönnunar meðal foreldra. Könnunin var opin frá 19. desember til 7. janúar og var svörun góð því að svör bárust frá um 90% þeirra heimila sem skráð hafa börn í skólann.  Foreldrum er því þökkuð góð þátttaka og greinargóð svör og ábendingar.  Niðurstöður könnunarinnar verða notaðar til að útfæra stefnu skólans, til nánari umræðna og til ákvarðanatöku varðandi skólatíma og skóladagatal svo eitthvað sé nefnt.  Smellið hér til að sjá niðurstöður könnunarinnar....
Lesa meira

Nýtt á vefnum

Athygli er vakin á að nokkuð af nýju efni er komið inn á vefinn undir tenglinum "skólinn" hér að ofan.
Lesa meira

Könnun meðal foreldra

Foreldrar sem skráð hafa börn sín í skólann eiga nú að hafa fengið í tölvupósti tengil á stutta könnun.  Ef þú átt skráð barn en hefur ekki fengið slíkan póst skaltu endilega hafa samband.... agust@akureyri.is
Lesa meira

Fyrsta fréttabréf skólans

Fyrsta fréttabréf skólans er komið út en þar er m.a. gerð grein fyrir hugmyndum að kennsluskipan í skólanum, uppeldisstefnu o.fl.   Smellið hér til að opna fréttabréfið...
Lesa meira

Viðtöl við skólastjóra

Stutt viðtal við skólastjóra birtist í þættinum "Samfélagið í nærmynd" í Ríkisútvarpinu á dögunum.  Upptöku af þættinum má nálgast hér.  Þá var frétt um skólann í svæðisútvarpinu, fréttatímann má nálgast með því að smella hér.
Lesa meira

110 nemendur forskráðir

Nú hafa 110 nemendur verið forskráðir í skólann og skiptast þeir þannig á árganga:  Árgangur 2003 25 nemendur  Árgangur 2002 23 nemendur  Árgangur 2001 16 nemendur  Árgangur 2000 10 nemendur  Árgangur 1999 13 nemendur  Árgangur 1998 14 nemendur  Árgangur 1997 9 nemendur Að sjálfsögðu eru nokkrir enn að hugsa sig um og má því gera ráð fyrir að þessar tölur breytist eitthvað áður en upp er staðið.  Enn er hægt að forskrá nemendur með því að smella á hnappinn hér vinstra megin á síðunni en endanleg skráning/staðfesting fer svo fram í febrúar.  Fyrstu drög að skipan umsjónarhópa miðað við þessar nemendatölur gera ráð fyrir að í 1. bekk verði 2 umsjónarhópar með 12-13 nemendum í hvorum, í 2.-3. bekk verði þrír umsjónarhópar með um  13-14 nem. í hverjum, í 4.-5. bekk verði 2 umsjónarhópar með 12-13 nem. í hverjum og í 6.-7. bekk verði einnig tveir umsjónarhópar með um 12 nem. í hverjum hópi.  Meiri upplýsingar um kennsluskipan o.fl. eru væntanlegar hér inn á síðuna innan skamms.
Lesa meira

Myndir frá nemendum Naustatjarnar

Væntanlegir nemendur Naustaskóla sem nú eru á Naustatjörn fylgjast að sjálfsögðu spennt með framkvæmdunum og ímynda sér hvernig skólinn þeirra verði. Þau hafa heilan vegg á deildinni sinni sem þau kalla "Naustaskólavegginn" en hann er skreyttur myndum af því hvernig þau sjá skólann fyrir sér, ljósmyndum frá byggingarframkvæmdunum og hugmyndum þeirra um hvað þau muni gera í skólanum.  Smellið hér til að skoða myndirnar.....  
Lesa meira