31.08.2009
Steini Pé kom í heimsókn í 1. bekkinn í dag og fræddi þau aðeins um umferðarreglurnar og fleiri reglur. Svo var tekin mynd af hópnum
í lokin enda er það nú aldeilis glæsilegur hópur, fyrsti bekkurinn okkar!
Lesa meira
31.08.2009
Bæjarráð samþykkti á fundi
nú fyrir helgina að hækka gjald fyrir síðdegishressingu í Frístund í 100 kr. pr skipti frá og með 24. ágúst sl.
en gjaldið var áður 61 kr.
Lesa meira
28.08.2009
Þá eru fyrstu kennsludagarnir í skólanum okkar að baki og starfið hefur farið öldungis prýðilega af stað. Við tókum
því frekar rólega fyrstu dagana, kynntumst húsinu, umhverfinu og hvort öðru í rólegheitunum. Í næstu viku virkjum við
stundaskrána eins og hún á að vera með smiðjum, sund- og íþróttatímum, samverustundum o.s.frv. Nemendum, foreldrum og
starfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir þolinmæðina, góða skapið og þrautseigjuna fyrstu dagana. Hér má sjá nokkrar myndir úr starfinu..... er ekki lífið
dásamlegt?!
Lesa meira
25.08.2009
Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru um kl. 21 að kvöldi 25. ágúst,
kvöldið áður en kennsla hefst hjá 1.-3. bekk...
Og hér eru nokkrar myndir frá undirbúningi og stöðu húsnæðisins
síðustu dagana.
Lesa meira
25.08.2009
Foreldrum hefur nú verið sendur
tölvupóstur með nokkrum hagnýtum atriðum varðandi skólabyrjunina. Sjá nánar hér að neðan..
Lesa meira
24.08.2009
Kennsla hefst hjá 1.-3. bekk kl. 8:15 miðvikudaginn 26.
ágúst.
Hjá 4.-7. bekk hefst kennsla degi síðar, kl. 8:15 fimmtudaginn 27. ágúst. Frestunin hjá 4.-7. bekk kemur til vegna seinkunar framkvæmda en
öruggt er að á fimmtudag verði allt til reiðu svo að við getum tekið vel á móti öllum okkar nemendum! Við biðjumst velvirðingar
á seinkuninni, vonum að hún valdi ekki miklum óþægindum og að fall sé fararheill :)
Lesa meira
23.08.2009
Því miður seinkaði gervigrasinu
á völlinn okkar enn eina ferðina, en vonir standa til að gras verði lagt á völlinn á þriðjudag og miðvikudag þannig að
síðdegis miðvikudaginn 26. ágúst verði hægt að fara í fótbolta á vellinum...
Uppfært 25/8: Enn frekari seinkun; fótbolti á föstudagskvöld :(
Lesa meira
21.08.2009
/*
/*]]>*/
Hlutverk
heilsugæslu í skólum er að sinna heilsuvernd nemenda. Þetta er gert með reglubundnum skimunum og eftirliti, fræðslu og teymisvinnu kringum einstaka
mál. Heilsugæsla í skólum er framhald ung- og smábarnaverndar. Starfsemi skólaheilsugæslu er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum er
um hana gilda. Hún er meðal annars fólgin í reglulegum heilsufarsathugunum, ónæmisaðgerðum, heilbrigðisfræðslu og ráðgjöf
til nemenda, foreldra og starfsfólks skólans. Hver skóli hefur skólahjúkrunarfræðing og skólalækni jafnframt því sem hvert
barn hefur sinn heimilislækni. Heilsugæslu í grunnskólum Akureyrar er sinnt af hjúkrunarfræðingum og læknum frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Hjúkrunarfræðingur Naustaskóla er Ingibjörg Ingimundardóttir.
Lesa meira
18.08.2009
Nú er nýjasta deild Naustatjarnar, Fífilbrekka, tekin til starfa í húsinu hjá okkur. Krakkarnir komu fylktu liði eftir hádegið 18.
ágúst en þá var einmitt 6 ára afmæli Naustatjarnar. Við bjóðum þau velkomin til okkar og væntum mikils af samverunni og
samstarfinu við nágrannaskólann okkar!
Lesa meira
18.08.2009
Sóttvarnarlæknir hefur gefið út svohljóðandi
upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn vegna yfirvofandi inflúensufaraldurs:
Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við
skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna
þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla
fjarvista nemanda og/eða kennara. Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri viðbragðsáætlun
vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla um allt land.
Lesa meira