Fréttir

Gaman saman - mikilvægi jákvæðs hugarfars

Á aðalfundi Foreldrafélags Naustatjarnar þriðjudaginn 22. september klukkan 18:00, mun sálfræðingurinn Alice Harpa Björgvinsdóttir halda fyrirlesturinn: Gaman saman: Mikilvægi jákvæðs hugarfars. Þessi fyrirlestur er einnig opinn foreldrum nemenda við Naustaskóla. Fundurinn verður í húsnæði Naustaskóla. Endilega notið tækifærið og kíkið á skemmtilegt og fræðandi erindi..
Lesa meira

Myndir frá útivistardeginum

Útivistardagurinn okkar tókst prýðilega, krakkarnir fóru í ratleik í Naustaborgum þar sem þau leystu ýmsar þrautir og spókuðu sig í góða veðrinu. Smellið hér til að sjá myndir frá deginum...
Lesa meira

Útivistardagur - norrænt skólahlaup

Föstudagurinn 17. sept. verður útivistardagur hjá okkur, enda prýðileg veðurspá. Þá verðum við meira og minna úti við (nema að sjálfsögðu 4. og 7. bekkur sem eru í samræmdum prófum - við reynum að bæta þeim það upp seinna :) Þó að spáin sé góð er skynsamlegt að allir komi bærilega klæddir og vel skóaðir. Þeir sem vanir eru að hafa með sér nesti gera það eins og venjulega en þeir sem eru í ávaxtaáskrift fá ávextina þangað sem þeir verða staddir. Á mánudaginn (21. september) ætlum við svo að hafa Norræna skólahlaupið eftir hádegið, þá þurfa krakkarnir líka að koma vel skóuð og klædd eftir veðri. Við gerum ráð fyrir að allir nemendur verði búnir í skólanum um 13:40 þann dag.
Lesa meira

Upplýsingar frá framkvæmdadeild bæjarins

Merkingar á gangbrautum í kringum skólann hafa tafist vegna bilunar á tækjabúnaði en þær verða væntanlega málaðar nú fyrir helgina.  Unnið er að því að setja upp gangbrautamerki í nágrenni skólans og auknar hraðatakmörkunarmerkingar verða settar upp á næstu vikum. Varðandi aðrar framkvæmdir í nágrenni skólans má nefna að í undirbúningi er malbikun á stíg sem liggur frá Skálatúni í átt að skólanum og verið er að skoða að malbika gangstétt sunnan við Lækjartún frá Mýrartúni að Kjarnagötu og vestan við fyrirhuguð bílastæði skólans frá Lækjartúni að innkeyrslu við skólann.
Lesa meira

Skólafötin komin

Skólafötin eru nú tilbúin til afgreiðslu.  Við þurfum að hækka verðið á hettupeysunum örlítið frá því sem gert var ráð fyrir til að hafa upp í kostnað en önnur verð eru óbreytt, verðin eru sem hér segir; Bolur 750 kr. Peysa 2000 kr. Hettupeysa 2700 kr. Rennd hettupeysa 3400 kr. Fötin má nálgast hjá ritara skólans, þau eru afhent þar gegn greiðslu.  Einnig er hægt að leggja inn á reikn. 1105-15-200070 kt. 0703725099, og framvísa prentaðri kvittun hjá ritara þegar fötin eru sótt eða senda kvittun á naustaskoli@akureyri.is
Lesa meira

Nýjar dagsetningar á námskeiðum

Breytingar hafa orðið á tímasetningum vegna námskeiða sem haldin eru í Rósenborg á vegum Tómstundastarfa í grunnskólum. Brjóstsykursnámskeið 1  verður dagana 28.09 og 30.09 brjóstsykursnámskeið 2  verður dagana  05.10 og 07.10 og byrja bæði námskeiðin kl. 15 og eru til kl. 16.30 Mósaik námskeiðið verður svo 28.09.- 07.10.  4 skipti kl. 17:00 - 18:30 Hægt er að senda skráningar á ritara skólans gudrunhuld@akmennt.is eða beint inná matartorg.is Hér er hægt að nálgast bæklinginn yfir öll námskeið tómstundastarfsins
Lesa meira

Fyrirlestur - forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi

Mánudaginn 28. september kl. 15:00 býðst öllum foreldrum grunnskólabarna að koma á fyrirlestur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Fyrirlesarar eru Sigríður Björnsdóttir og Ingólfur Vilhelmsson hjá Blátt áfram Tími: 1½ klst. með umræðum  Staðsetning: Brekkuskóli
Lesa meira

6. bekkur á sjó

Nemendur 6. bekkjar fóru í siglingu með Húna II þar sem þau fræddust um bátinn, sögu hans og siglingatæki, lífríki hafsins, veiðibúnað o.fl. auk þess sem þau snæddu ljúffengt grillað fiskmeti.  Myndir frá ferðinni má sjá hér.
Lesa meira

Viðbragðsáætlun vegna inflúensu

Samkvæmt tilmælum Landlæknisembættisins er skólum gert að búa til viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegs inflúensufaraldurs.  Viðbragðsáætlun Naustaskóla má sjá hér.
Lesa meira

Fréttabréf septembermánaðar

Komið er út fréttabréf skólans fyrir september.  Smellið hér...
Lesa meira