17.05.2009
Sunnudaginn 17. maí kl. 15-17 verður opið hús í Naustaskóla þar sem foreldrum og nemendum gefst tækifæri til að skoða
húsnæðið í fylgd starfsmanna skólans. Athugið að auðveldasta aðkoman að húsinu er sunnanfrá (frá
Lækjartúni) og gengið er inn í bygginguna um bráðabirgðainngang við suðausturhorn skólans.
Lesa meira
19.05.2009
Kynningarfundur fyrir 1. bekk (árgang
2003), verður haldinn þriðjudaginn 19. maí kl. 17:00 á leikskólanum Naustatjörn. Þar mun skólastjóri kynna skólann
og þann hluta starfsins sem snýr að 1. bekk sérstaklega og tveir af tilvonandi kennurum 1. bekkjar munu ræða málin við nemendur og kynnast
þeim örlítið...
Lesa meira
22.05.2009
Störf skólaritara og umsjónarmanns við
Naustaskóla eru nú laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 22. maí nk. Hægt er að sækja um störfin á umsóknavef Akureyrarbæjar.
Lesa meira
29.04.2009
Ákveðið hefur verið að eldhús
Naustatjarnar muni sjá um matreiðslu fyrir Naustaskóla þangað til við fáum okkar eigið eldhús. Maturinn verður því eldaður
í leikskólanum en síðan fluttur yfir og skammtaður í skólanum. Þar sem ekki er um að ræða matsal í þessum
áfanga byggingarinnar gerum við ráð fyrir að nemendur matist á sínum heimasvæðum. Gera þarf nokkrar breytingar á eldhúsi
Naustatjarnar, bæta við búnaði o.fl. og er unnið að undirbúningi þeirra mála.
Lesa meira
16.04.2009
Ingibjörg S. Ingimundardóttir hefur verið
ráðin skólahjúkrunarfræðingur við Naustaskóla. Ingibjörg er starfandi skólahjúkrunarfræðingur við
Oddeyrarskóla en mun einnig þjóna Naustaskóla í hlutastarfi. Heilsugæslustöðin á Akureyri annast skólahjúkrun og ræður
skólahjúkrunarfræðinga að grunnskólum bæjarins.
Lesa meira
14.04.2009
Á skólanefndarfundi á dögunum var samþykkt að
bæta við einni deild á Naustatjörn en undanfarin misseri hefur leikskólinn ekki annað eftirspurn eftir plássum hér í hverfinu. Fimmta
deildin verður staðsett í húsnæði Naustaskóla, í norð-austur horni skólans við inngang, og fær þar til afnota 58 fm. stofu auk
9 og 18 fm. herbergja. Þá höfum við á prjónunum margvíslegt samstarf milli skólanna á ýmsum sviðum, höfum við sett
á blað drög að samstarfsáætlun milli skólanna þar sem þessum áformum er líst í grófum dráttum, plaggið má sjá hér....
Lesa meira
07.04.2009
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi innandyra og húsnæðið farið að taka nokkuð á sig mynd. Það er hins vegar varla boðlegt til
skoðunarferða enn sem komið er og frestast þær því eitthvað enn um sinn. Á meðan má virða fyrir sér myndir af dýrðinni
og má smella hér til að sjá nokkrar myndir af
skólahúsnæðinu eins og það lítur út þessa stundina....
Lesa meira
30.03.2009
Eins og gefur að skilja eru margir forvitnir um þá kennara sem búið er að ráða að skólanum. Hér á eftir má finna
örstutta kynningu á hverjum og einum hinna 11 kennara ásamt myndum af þeim.
Lesa meira
20.03.2009
Eins og kunnugt er barst mikill fjöldi umsókna um
kennarastöður við skólann og hafa nú 11 umsækjendur verið valdir úr hópnum. Þessi hópur hefur að geyma afar fjölbreytta
þekkingu, reynslu og hæfileika og er hugmyndin að við getum í sameiningu annast kennslu í þeim námsgreinum sem krafist er og vonandi rúmlega
það :) Hér má sjá nöfn kennarahópsins auk þess hvernig hugmyndin er að umsjón
nemendahópsins skiptist á kennara;
Lesa meira
08.03.2009
Bryndís Björnsdóttir hefur verið valin úr hópi umsækjenda um stöðu deildarstjóra
við Naustaskóla. Bryndís útskrifaðist sem þroskaþjálfi 1987, með B.A. próf í sérkennslufræðum frá KHÍ
1994 og með M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá HÍ snemma árs 2009.
Hún starfaði sem þroskaþjálfi og kennari við Grunnskólann í Ólafsfirði 1987-1995, sem þroskaþjálfi og sérkennari
við Síðuskóla 1995-1998, vann sem einhverfuráðgjafi og við undirbúning stofnunar sérdeildar í Síðuskóla fyrir einhverf
börn 1998-1999, hún stýrði þeirri deild 1999-2006 og hefur verið fagstjóri í sérkennslu í Síðuskóla frá 2007.
Í lokaritgerð hennar til M.Ed. gráðu fjallaði hún um áhrifaþætti á vinnubrögð kennara með fjölbreyttum
nemendahópum.
Lesa meira