Fréttir

68 umsóknir um kennarastöður

Umsóknarfrestur um kennarastöður við Naustaskóla er nú runninn út og hafa borist 68 umsóknir um þær 10 stöður sem ráðið verður í.  Ljóst er að nokkurn tíma tekur að vinna úr umsóknunum og því er ekki gott að segja hvenær niðurstöður liggja fyrir.  Skólastjóri mun taka viðtöl við meirihluta umsækjenda og munu þeir verða boðaðir til viðtals á næstu dögum.
Lesa meira

Innritun nemenda að ljúka..

Formlegri innritun nemenda í grunnskóla bæjarins er nú lokið, en lengi er von á einum eins og við vitum... Niðurstaðan er sú að þegar þetta er skrifað eru 117 nemendur innritaðir í skólann sem skiptast þannig á árganga;
Lesa meira

18 umsækjendur um deildarstjórastöðu

Nú er umsóknarfrestur um stöðu deildarstjóra við Naustaskóla runninn út og bárust 18 umsóknir um stöðuna. Skólastjóri ásamt skólaráði mun fara yfir umsóknir og ræða við umsækjendur en gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir í síðasta lagi 9. mars nk.
Lesa meira

Umsóknarfrestur um kennarastöður framlengdur

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest um áður auglýstar kennarastöður við Naustaskóla til 5. mars nk. Umsóknarfrestur um stöðu deildarstjóra við skólann rennur út 26. febrúar.
Lesa meira

Leikskóladeild innan veggja Naustaskóla?

Nú eru börn í Naustahverfi orðin svo mörg að undanfarin misseri hefur Naustatjörn ekki getað annað eftirspurn eftir leikskólaplássum. Því þurfa mörg börn úr hverfinu að sækja leikskóla í aðra bæjarhluta. Af þessu tilefni hefur þeirri hugmynd verið velt upp að bæta við einni deild á Naustatjörn sem gæti verið staðsett í húsnæði Naustaskóla. Á fundi skólanefndar í vikunni var eftirfarandi bókað um málið:  
Lesa meira

Kynningarfundir / fréttabréf

Út er komið nýtt fréttabréf Naustaskóla en þar er m.a. boðað til kynningarfunda fyrir nemendur. Fundirnir verða haldnir í leikskólanum Naustatjörn sem hér segir: Árg. 1997-1998; þriðjudaginn 17. feb kl. 17:30 Árg. 1999-2000; miðvikudaginn 18. feb kl. 17:30 Árg. 2001-2002; fimmtudaginn 19. feb kl. 17:30 Smellið hér til að sjá fréttabréfið
Lesa meira

Innritun í grunnskóla

Nú er hafin formleg innritun í grunnskóla Akureyrar fyrir næsta skólaár.  Til að skrá börn í Naustaskóla þurfa því foreldrar að smella á hnappinn hér til hliðar og fylla út það form sem þá birtist.  Innritun á að vera lokið þann 26. febrúar nk.  Miðvikudaginn 11. febrúar nk verður kynningarfundur fyrir foreldra um val á grunnskóla. Fundurinn stendur frá kl. 20:00-22:00 og er í sal Brekkuskóla. Á fundinum verðar stuttar kynningar á öllum grunnskólum bæjarins. Foreldrar barna sem fædd eru árið 2003 eru sérstaklega hvattir til að mæta! Að venju hefur einnig verið gefinn út bæklingur með kynningum á grunnskólunum og má nálgast hann hér.
Lesa meira

Skólabyrjun kl. 8:15

Á fundi skólaráðs þann 29. janúar sl. var m.a. fjallað um skólatíma Naustaskóla og með hliðsjón af niðurstöðum könnunar meðal foreldra var ákveðið að skóli skyldi hefjast kl. 8:15 að morgni. Þá var einnig ákveðið að skólaráð komi til með að taka þátt í vali á starfsmönnum skólans.  Fundargerð fundarins í heild sinni má nálgast hér.....
Lesa meira

Kennarar og deildarstjóri óskast

/* /*]]>*/ Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um störf kennara og deildarstjóra við Naustaskóla. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar. Önnur störf við skólann verða auglýst í marsmánuði. Ráðið verður í störf kennara og deildarstjóra frá 1. ágúst nk.  Deildarstjóri mun starfa náið með skólastjóra að stjórnun og stefnumótun skólans og verða staðgengill hans auk þess að sinna kennslu. Æskilegt er að deildarstjóri hafi menntun eða reynslu á sviði stjórnunar. Kennarar við skólann verða um 10 talsins. Nauðsynlegt er að flestir þeir sem ráðnir verða geti annast jafnt bóklega kennslu sem kennslu í einhverri list- eða verkgrein, íþróttum eða sérkennslu. Umsækjendur eru beðnir um að gera vandlega grein fyrir sérþekkingu sinni eða hæfni í umsókninni. Kennarar munu starfa í teymum og þurfa því að hafa til að bera framúrskarandi samskiptahæfni og áhuga á að starfa náið með öðru fólki. Kennsluréttindi á grunnskólastigi eru nauðsynleg og brennandi áhugi á skólastarfi og skólaþróun er algjört skilyrði.
Lesa meira

Um jákvæðan aga

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér nánar jákvæðan aga (positive discipline) má benda á myndböndin hér að neðan: Um jákvæðan aga: Um bekkjarfundi:
Lesa meira